Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi

Menntafléttunámskeið

25. september

-

8. apríl

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi við að auka þekkingu á fjölbreytileika í taugaþroska nemenda og hvernig hægt er að stuðla að nemendamiðaðri nálgun í skólastarfi.

Börn mæta í skólann með ólíkt veganesti og mismikla hæfni til að takast á við veruleikann sem mætir þeim þar. Á námskeiðinu verður sjónum beint að því hvernig mögulegt er að stuðla að farsæld allra barna í skólastarfi með því að skapa jafnvægi milli einstaklingsmiðaðs stuðnings og viðeigandi aðlögunar umhverfis. Skoðað verður hvernig hægt er að greina hvenær þörf fyrir aðlögun og stuðning er vegna sérstakra þarfa einstaklingsins og hvenær þörfin fyrir stuðning og aðlögun er vegna kerfislægra hindrana í samfélaginu.

Sameiginleg sýn og skilningur er forsenda þess að barni líði vel í skóla og að þörfum þess sé mætt. Á námskeiðinu verður farið í leiðir sem nýtast við að horfa undir yfirborðið og átta sig á rót vanda og koma auga á leiðir til lausna.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í skólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:

  • Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar
  • Skref B: Þáttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi
  • Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir
  • Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í sínum námssamfélögum og teymum
  • gert grein fyrir fjölbreytileika í taugaþroska og áhrifum á lærdómsferli nemenda.
  • gert sér grein fyrir mikilvægi áhugahvatar fyrir námsferlið og virkni í námi.
  • beitt og séð tilgang með hagnýtum verkfærum við aðlögun náms og umhverfis.
  • nýtt aðferðir og aukið hæfni sína til að mæta ólíkum þörfum nemenda.

Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?  

Námskeiðið er fyrir  kennara, sérkennara og aðra fagmenntaða í stoðþjónustu grunn- og framhaldsskóla. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla, en það er þó ekki skilyrði.

Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög blómstra.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Jenný Gunnbjörnsdóttir

Sérfræðingur hjá MSHA og verkefnastjóri Menntafléttunnar

Kristín Björk Jóhannsdóttir

Ráðgjafi hjá skólaþjónustu og verkefnastjóri í farsældarteymi fjölskyldusviðs Árborgar

Námskeið yfirlit

Sjá allt
Kennslulotur

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda