Greindu betur- samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í nýtingu gagna og gagnagrunna í kennslu ólíkra greina. Rauður þráður í nálgun námskeiðsins er að vinna með lykilhæfniþættina; tjáningu og miðlun, gagnrýna hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga.

Í hagtölum og opinberum gagnagrunnum er mikið magn tölulegra upplýsinga um samfélagið sem nýta má í skólastarfi. Miðlun og notkun hagtalna og hlutlausra tölfræðiupplýsinga stuðla að upplýstri þjóðfélagsumræðu, gagnrýnni hugsun og eru grundvöllur lýðræðislegra ákvarðana. Hagtölur, gögn og gagnagrunnar eru vannýtt verkfæri í námi og kennslu, verkfæri sem bjóða upp á fjölbreytta nálgun í ólíkum faggreinum.

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu hugtök sem tengjast nýtingu gagna og gagnaúrvinnslu, möguleika við nýtingu á opinberum gögnum og helstu gagnagrunna. Viðfangsefni námskeiðsins snerta kennslu í samfélagsfræði, félagsgreinum, stærðfræði, tölfræði, hagfræði sem og náttúrufræðigreinum. Þátttakendur kynnast verkfærum, nálgun og leiðum til að þróa eigin kennslu með notkun opinberra sem og alþjóðlegra hagtalna og gagnagrunna.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum um viðfangsefni námskeiðsins.
  • Metið ólík gögn og gagnagrunna og ýtt undir forvitni nemenda um notkun þeirra.
  • Nýtt tölfræði og opinberar hagtölur fyrir nýsköpun í námi og kennslu
  • Beitt fjölbreyttum og hagnýtum verkfærum til að efla tjáningu, miðlun og upplýsingalæsi nemenda
  • Skoðað með gagnrýnu hugarfari með nemendum sínum hvaða hlutverki gögn þjóna á ólíkum sviðum samfélagsins
  • Þekkt og fjallað um gæði rannsókna og hvernig má nýta- og misnota rannsóknarniðurstöður

Umsjónaraðilar námskeiðs

Víðir Þórarinsson

stærðfræðikennari í Kársnesskóla

Anna Hera Björnsdóttir

Stærðfræðikennari í Versló

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda