Íslenskuþorp í leikskólum um land allt
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla sem hefur annað móðurmál en íslensku. Á námskeiðinu verður fléttað saman fagtengdri íslenskukennslu og 8 fjölbreyttum þemum úr leikskólastarfi. Námskeiðið byggir á samtali þátttakenda, uppbyggingu tengslanets og samstarfi þátttakenda og mentora innan leikskólanna. Þátttakendur, mentorar þeirra og leikskólastjórar kynnast menningarnæmi og fjölmenningarlegum áherslum leikskólastarfs og fá tækifæri til að byggja upp þekkingu innan leikskólanna á ofangreindu til framtíðar.
Umsjónarkennari námskeiðsins er Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, forstöðumaður Íslenskuþorpsins. Aðferðafræði Íslenskuþorpsins býður upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi í raunverulegum aðstæðum þar sem umhverfið og stuðningur mentors styður við námið og samskipti á íslensku. Guðlaug mun leita leiða til að heimsækja þátttakendur og mentora á vinnutíma leikskólanna með fræðslu og handleiðslu til að tryggja eftirfylgd og aðlögun námskeiðsins að þörfum þátttakenda.
Skráningarfrestur er til og með 1. september
Fyrir nánari upplýsingar má skrifa tölvupóst til Guðlaugar gudlaugs@hi.is eða Katrínar Valdísar kava@hi.is – einnig má slá á þráðinn til Guðlaugar í síma 8988128.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur
-
- eflt hæfni sína í fagtengdri íslensku í leikskóla, bæði með ígrundun og samtali.
-
- kynnst 8 ólíkum þemum leikskólastarfs með áherslu á ný hugtök og hvernig þau koma fyrir í leikskólastarfi.
-
- eignast tengslanet í leikskólum víða um land og kynnst fjölbreyttu leikskólastarfi þátttakenda sem og gestakennara.
-
- byggt upp, ásamt mentorum sínum, þekkingu innan sinna leikskóla á menningarnæmi og fjölmenningarlegum áherslum í leikskólastarfi.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir starfsfólk leikskóla sem hefur annað móðurmál en íslensku. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum leikskóla, en það er þó ekki skilyrði.
Í öllum leikskólum þátttakenda verða að vera ákveðin skilyrði til staðar svo að námskeiðið verði sem farsælast og lærdómsríkast. Stuðningur og hvatning stjórnenda skiptir sköpum en einnig er gert ráð fyrir að hver og einn þátttakandi hafi mentor sem verður honum samferða í gegnum námskeiðið með ýmsu móti:
-
- Mentorar taki frá tíma reglulega til að ræða þemu námskeiðsins við þátttakendur.
-
- Mentorar og leikskólastjórar mæta á fræðslu- og kynningarfund í upphafi námskeiðs.
-
- Mentorar mæta í tvígang (í nóvember og mars) í lotur með þátttakendur – í 30 mínútur hvort skipti.
Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu mun leita leiða til að heimsækja þátttakendur og mentora á vinnutíma með fræðslu og innleiðingu stuðningsvæns umhverfis á þeirra vinnustað. Þar verður rætt um markmiðasetningu, reynsluna af námskeiðinu og námskeiðið lagað að þörfum þátttakenda og leikskólanna sem þeir starfa á.
Eins og í öðrum Menntafléttunámskeiðum eru þátttakendur hvattir til að vera í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru leikskólastjórar meðvitaðir um að styðja við þróun námssamfélags í leikskólanum..
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í 8 lotum á ZOOM, skólaárið 2023-2024. Loturnar eru þannig uppbyggðar að allir þátttakendur mæta í 1,5 klukkustunda lotu þar sem gestakennari kynnir þema lotunnar. Tveimur vikum seinna mæta þátttakendur í litlum hópum í 1,5 klukkustund. Sjá nánari dagsetningar hér neðar.
Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í leikskólum þátttakenda í samtali þátttakenda og mentora um þemu námskeiðsins. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir vinna áfram með í daglegu leikskólastarfi.
Í september verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir skólastjórnendur og mentora þátttakenda. Nánari dagsetning verður tilkynnt síðar.
Í september og janúar er einnig stefnt að því að Guðlaug Stella frá Íslenskuþorpinu heimsæki alla þátttakendur og mentora á vinnutíma.
Dag- og tímasetningar lota
2023
Þriðjudagur, 10. október kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur, 8. nóvember kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur, 6. desember kl. 15.00-16:30
2024
Miðvikudagur, 10. janúar kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur 7. febrúar kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur 6. mars kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur 3. apríl kl. 15.00-16:30
Miðvikudagur 8. maí kl. 15.00-16:30
Þessu til viðbótar mæta þátttakendur sjö sinnum yfir námskeiðstímabilið, eina og hálfa klukkustund í senn, í litlum hópum og fá einnig heimsókn frá mentorum.
NÁNAR – Mikilvægar dag- og tímasetningar
Lota 1
Miðvikudagur 11. október kl. 15-16:30.
Málörvun með sögum – Umsjón: Birte Harksen leikskólakennari og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 23. október eða miðvikudaginn 25. október mæta þátttakendur í litlum hópum í íslenskutíma í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 2
Miðvikudagur 8. nóvember kl. 15-16:30.
Læsi í víðum skilningi – Umsjón: Anna Sofia Wahlström leikskólakennari og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 20. nóvember eða miðvikudaginn 22. nóvember mæta þátttakendur í litlum hópum í íslenskutíma í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 3
Miðvikudagur 6. desember kl. 15-16:30.
Skapandi leikskólastarf – Umsjón: Vessela Dukova, leikskólakennari og verkefnastjóri við Menntavísindasvið og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
11. desember eða 13. desember mæta þátttakendur í íslenskutíma í litlum hópum í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 4
Miðvikudagur 10. janúar kl. 15-16:30.
Menningarnæmi og fjölmenning í leikskólastarfi – Umsjón: Nichole Leigh Mosty, fyrrum leikskólastjóri og núverandi forstöðumaður Fjölmenningarseturs og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Í janúar er stefnt að því að Guðlaug Stella frá Íslenskuþorpinu heimsæki þátttakendur, nemendur og mentora á vinnutíma. Farið verður yfir samstarf mentora og þátttakenda, reynsluna af námskeiðinu og markmiðasetningu.
Lota 5
Miðvikudagur 7. febrúar kl. 15-16:30.
Leikur barna – Umsjón: Vessela Dukova, leikskólakennari og verkefnastjóri við Menntavísindasvið og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 20. febrúar eða miðvikudaginn 22. febrúar mæta þátttakendur í íslenskutíma í litlum hópum í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 6
Miðvikudagur 6. mars kl. 15-16:30
Sjálfsmynd og samskipti í lýðræðislegu leikskólastarfi. Umsjón: Fríða B. Jónsdóttir leikskólakenari og deildarstjóri nýsköpunarmiðju hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og Guðlaug Stella hjá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 20. mars eða miðvikudaginn 22. mars mæta þátttakendur í íslenskutíma í litlum hópum í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Í mars (20. mars eða 22. mars) mæta mentorar þátttakenda í heimsókn og taka þátt í umræðum í 30 mínútur.
Lota 7
Miðvikudagur 10. apríl kl. 15-16:30.
Málörvun með tónlist. Umsjón: Birte Harksen, leikskólakennari og Guðlaug Stella frá Íslenskuþorpinu.
Mánudaginn 24. apríl eða miðvikudaginn 26. apríl mæta þátttakendur í íslenskutíma í litlum hópum í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Lota 8
Miðvikudagur 8. maí kl. 15-16:30.
Foreldrasamstarf í fjölmenningarlegu leikskólastarfi. Umsjón: Danijela Zivojinovic leikskólakennari og Guðlaug Stella.
Mánudaginn 22. maí eða mánudaginn 24. maí mæta þátttakendur í íslenskutíma í litlum hópum í eina og hálfa klukkustund. Nánari tímasetning tilkynnt síðar.
Í þessari lokalotu (21.eða 22. maí) munu þátttakendur mæta í íslenskutíma ásamt mentorum sínum. Lok námskeiðs og uppskeruhátíð.
Kennarar
Vessela Stoyanova Dukova
Nichole Leigh Mosty
Fríða Bjarney Jónsdóttir
Danijela Zivojinovic
Birte Harksen
Anna Sofia Wahlström
Guðlaug Stella (Gulla)
Umsjónarkennari námskeiðsins
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Þróunarhringurinn okkar og skrefin fjögur
Kennslulotur
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/8 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/9 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/9 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/3 Skref
Annað
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref