Námssamfélög í skóla- og frístundastarfi

Í Menntafléttunni er að finna fjölbreytt netnámskeið fyrir kennara á öllum skólastigum, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun.

Menntafléttan tekur mið af hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og byggir á rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Þróunarhringur í fjórum skrefum gefur þátttakendum tækifæri til að þróa starf sitt í samræðum og samvinnu.

Menntafléttan skiptist í tvo hluta: Menntafléttan (kennd námskeið) og Opna Menntafléttan (opin námskeið).

Námskeið Menntafléttunnar eru öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.

Menntafléttan

Námskeiðin eru kennd í nokkrum netlotum sem dreifast jafnt yfir veturinn. Gert er ráð fyrir samvinnu og að a.m.k. tveir þátttakendur mæti í rauntíma í lotur fyrir hönd síns námssamfélags.

Opna Menntafléttan

Námskeiðin eru byggð upp fyrir sjálfstæða vinnu námssamfélaga á vinnustað. Hægt er að fá ráðgjöf og stuðning við starfsþróunina. Efni námskeiða opnast þegar þátttakendur hafa skráð sig.

Fréttir

17. apríl, 2024

Ný námskeið í Menntafléttu og Opnu Menntafléttu

10. maí, 2023

Nýr vefur Menntafléttu

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda