Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar

Námskeið í opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í  að efla námssamfélag um lestur og lestraráhuga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að styðja kennara og skólasafnskennara við að byggja upp jákvæð og hvetjandi lestrarsamfélög í skólum. Sjónum verður beint að því hvernig fyrirmyndir og aðstæður í umhverfi nemenda hafa mótandi áhrif á viðhorf til lestrar innan sem utan skóla. Fjallað verður um leiðir til að efla áhuga og dýpka upplifun af lestri og hvernig nýta má lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum. Þátttakendur fá leiðsögn við að nýta stafræn verkfæri til að efla löngun og möguleika nemenda til lestrar. Lögð verður áhersla á að þátttakendur á námskeiðinu fái innblástur og hugmyndir að því hvernig gera megi lestur sýnilegri og eftirsóknarverðari í augum nemenda og alls lestrarsamfélagsins. Við lok námskeiðs geta þátttakendur
    • leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í grunnskólum.
    • skipulagt kennslu og námsumhverfi sem ýtir undir lestraráhuga og virkni allra nemenda.
    • nýtt lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum.
    • nýtt stafræna möguleika til að styðja við áhuga og möguleika allra nemenda til lesturs og náms.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?   Námskeiðið er fyrir kennara og skólasafnskennara í grunnskólum. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla, en það er þó ekki skilyrði. Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög kennara blómstra. Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?   Kennslan fer fram í sex lotum á vef Menntafléttu á þeim tíma sem hentar þátttakendum sjálfum. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í grunnskólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur.

Kennarar

Enginn skráður leiðbeinandi

Námskeið yfirlit

Sjá allt

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda