Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í að efla námssamfélag um lestur og lestraráhuga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að styðja kennara og skólasafnskennara við að byggja upp jákvæð og hvetjandi lestrarsamfélög í skólum. Sjónum verður beint að því hvernig fyrirmyndir og aðstæður í umhverfi nemenda hafa mótandi áhrif á viðhorf til lestrar innan sem utan skóla. Fjallað verður um leiðir til að efla áhuga og dýpka upplifun af lestri og hvernig nýta má lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum. Þátttakendur fá leiðsögn við að nýta stafræn verkfæri til að efla löngun og möguleika nemenda til lestrar. Lögð verður áhersla á að þátttakendur á námskeiðinu fái innblástur og hugmyndir að því hvernig gera megi lestur sýnilegri og eftirsóknarverðari í augum nemenda og alls lestrarsamfélagsins.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
-
- leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í grunnskólum.
-
- skipulagt kennslu og námsumhverfi sem ýtir undir lestraráhuga og virkni allra nemenda.
-
- nýtt lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum.
-
- nýtt stafræna möguleika til að styðja við áhuga og möguleika allra nemenda til lesturs og náms.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Kennarar
Enginn skráður leiðbeinandi
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/6 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref