Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Current Status
Not Enrolled
Price
Free
Get Started

Markmið námskeiðsins er að styðja þátttakendur og námssamfélög þeirra við að efla lestur og lestraráhuga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að styðja kennara og skólasafnskennara við að byggja upp jákvæð og hvetjandi lestrarsamfélög í skólum. Sjónum verður beint að því hvernig fyrirmyndir og aðstæður í umhverfi nemenda hafa mótandi áhrif á viðhorf til lestrar innan sem utan skóla. Fjallað verður um leiðir til að efla áhuga og dýpka upplifun af lestri og hvernig nýta má lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum. Lögð verður áhersla á að þátttakendur á námskeiðinu fái innblástur og hugmyndir að því hvernig gera megi lestur sýnilegri og eftirsóknarverðari í augum nemenda og alls lestrarsamfélagsins.   

Þátttakendur vinna sjálfstætt og mynda námssamfélag á sínum vinnustað. Þeir nýta þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • Leitt samtöl um jákvæða og hvetjandi lestrarsamfélög í skólum
  • Skipulagt kennslu og námsumhverfi sem ýtir undir lestraráhuga og virkni allra nemenda
  • Nýtt lestur sem kveikju að samræðum og félagslegum samskiptum

Umsjónaraðilar námskeiðs

Ragnar Þór Pétursson

Grunnskólakennari

Jónella Sigurjónsdóttir

Skólasafnskennari

Kristján Ketill Stefánsson

Lektor í kennslufræðum við Háskóla Íslands

Anna Sigrún Rafnsdóttir

Grunnskólakennari og sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri

Brynhildur Þórarinsdóttir

Rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri

Námskeið Content

Expand All
Undirbúningur
Námskeiðsefni

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda