Leiðsagnarnám – fyrstu skrefin
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í fyrstu skrefum í innleiðingu leiðsagnarnáms í grunnskóla. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi en slík námsmenning hefur það leiðarljós að valdefla nemendur til að styðja við framfarir í námi. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig slík námsmenning hefur orðið til í skólum leiðbeinenda og með jafningjaleiðsögn öðlast þátttakendur hæfni til að leiða þróun slíkrar námsmenningar í skólum sínum. Á námskeiðinu fá þátttakendur einnig stuðning við að leiða hóp samkennara sinna í námssamfélagi, með samræðum um leiðsagnarnám.
Við lok námskeiðs
- hafa þátttakendur lært af reynslu annarra skóla af innleiðingu leiðsagnarnáms sem nýtist þeim til eigin innleiðingar.
- geta þátttakendur leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum um viðfangsefni námskeiðsins.
- geta þátttakendur nýtt þekkingu sína á fræðilegum og hagnýtum þáttum leiðsagnarnáms í starfi sínu með samkennurum og nemendum.
- geta þátttakendur stuðlað að námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi, í samstarfi við samkennara og nemendur.
Hlíðaskóli og Víkurskóli eru reykvískir þekkingarskólar í leiðsagnarnámi.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum, á ZOOM, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2022-2023. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þeirra, í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir og teymin þeirra geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur. Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Dag- og tímasetningar lota
2023
Miðvikudagur, 6. september kl. 14:15–17.00
Þriðjudagur, 3. október kl. 14.15–16.30
Fimmtudagur, 2. nóvember kl. 14:15-17:00
2024
Mánudagur, 8. janúar kl. 14.15–17.00
Miðvikudagur, 28. febrúar kl. 14.15–17.00
Þriðjudagur, 30. apríl kl. 14.30–17.00
Kennarar
Fiona Oliver
Kennari í Víkurskóla
Helga Snæbjörnsdóttir
Kennari í Hlíðaskóla
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Kennslulotur
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/8 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/8 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Mat og ígrundun