Leiðsagnarnám – fyrstu skrefin

Námskeið í opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í fyrstu skrefum í innleiðingu leiðsagnarnáms í grunnskóla. Þátttakendur öðlast hagnýta þekkingu á námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi en slík námsmenning hefur það leiðarljós að valdefla nemendur til að styðja við framfarir í námi. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig slík námsmenning hefur orðið til í skólum leiðbeinenda og með jafningjaleiðsögn öðlast þátttakendur hæfni til að leiða þróun slíkrar námsmenningar í skólum sínum. Á námskeiðinu fá þátttakendur einnig stuðning við að leiða hóp samkennara sinna í námssamfélagi, með samræðum um leiðsagnarnám.

Við lok námskeiðs

  • hafa þátttakendur lært af reynslu annarra skóla af innleiðingu leiðsagnarnáms sem nýtist þeim til eigin innleiðingar.
  • geta þátttakendur leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum um viðfangsefni námskeiðsins.
  • geta þátttakendur nýtt þekkingu sína á fræðilegum og hagnýtum þáttum leiðsagnarnáms í starfi sínu með samkennurum og nemendum.
  • geta þátttakendur stuðlað að námsmenningu sem einkennist af leiðsagnarnámi,  í samstarfi við samkennara og nemendur.

Hlíðaskóli og Víkurskóli eru reykvískir þekkingarskólar í leiðsagnarnámi.

Kennarar

Fiona Oliver

Kennari í Víkurskóla

Helga Snæbjörnsdóttir

Kennari í Hlíðaskóla

Námskeið yfirlit

Sjá allt
Kennslulotur
Mat og ígrundun

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda