Náttúrufræðin í höndum nemenda

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur,  námssamfélög þeirra og teymi í kennslu náttúrufræði kennslu. Þátttakendur fá hugmyndir og verkfæri til að vinna með tungumál og þróun þekkingar barna á öllum stigum grunnskóla með náttúruvísindi í brennidepli. Þátttakendur munu kynnast leiðum til að vinna með áhuga og forvitni nemenda í náttúrufræði og hvernig gera má kennsluna nemendamiðaðri. Þátttakendur fá fjölbreyttar bjargir m.a. til að kynnast áhuga nemenda sinna og fyrir tilraunir auk þess sem við skoðum námsmat, m.a. sóknarkvarða og mikilvægi þeirra.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum
  • beitt ólíkum aðferðum við að kanna áhugasvið og forþekkingu nemenda um fyrirbæri, hugtök og vísindalega aðferðafræði
  • Greint eigin markmið og aðstæður í kennslu og sett í samhengi við kennslufræðilegar stefnur
  • Nýtt fjölbreyttar gerðir verkefna til kennslu náttúrufræðigreina í samhengi við áhugasvið og forþekkingu nemenda
  • Valið leiðir til þess að kenna nemendum að stýra námi sínu með einhverjum hætti
  • Leitað í nýútvíkkað tengslanet sitt m.t.t. verkefn og vinnu þvert á skóla

Umsjónaraðilar námskeiðs

Margrét Hugadóttir

Leiðtogi þekkingamiðlunar og fræðslu í Elliðaárstöð OR

Hildur Arna Håkansson

Verkefnastjóri starfsþróunar við Menntavísindasvið HÍ

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda