Náttúrufræðin í höndum nemenda
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í kennslu náttúrufræði kennslu. Þátttakendur fá hugmyndir og verkfæri til að vinna með tungumál og þróun þekkingar barna á öllum stigum grunnskóla með náttúruvísindi í brennidepli. Þátttakendur munu kynnast leiðum til að vinna með áhuga og forvitni nemenda í náttúrufræði og hvernig gera má kennsluna nemendamiðaðri. Þátttakendur fá fjölbreyttar bjargir m.a. til að kynnast áhuga nemenda sinna og fyrir tilraunir auk þess sem við skoðum námsmat, m.a. sóknarkvarða og mikilvægi þeirra.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
-
- leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum.
-
- beitt ólíkum aðferðum við að kanna áhugasvið og forþekkingu nemenda um fyrirbæri, hugtök og vísindalega aðferðafræði.
-
- greint eigin markmið og aðstæður í kennslu og sett í samhengi við kennslufræðilegar stefnur.
-
- nýtt fjölbreyttar gerðir verkefna til kennslu náttúrufræðigreina í samhengi við áhugasvið og forþekkingu nemenda
-
- valið leiðir til þess að kenna nemendum að stýra námi sínu með einhverjum hætti.
-
- leitað í nýútvíkkað tengslanet sitt m.t.t. verkefna og vinnu þvert á skóla.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Kennarar
Margrét Hugadóttir
Leiðtogi þekkingamiðlunar og fræðslu í Elliðaárstöð OR
Hildur Arna Håkansson
Verkefnastjóri starfsþróunar við Menntavísindasvið HÍ