Náttúrufræðin í höndum nemenda

Námskeið í opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur,  námssamfélög þeirra og teymi í kennslu náttúrufræði kennslu. Þátttakendur fá hugmyndir og verkfæri til að vinna með tungumál og þróun þekkingar barna á öllum stigum grunnskóla með náttúruvísindi í brennidepli. Þátttakendur munu kynnast leiðum til að vinna með áhuga og forvitni nemenda í náttúrufræði og hvernig gera má kennsluna nemendamiðaðri. Þátttakendur fá fjölbreyttar bjargir m.a. til að kynnast áhuga nemenda sinna og fyrir tilraunir auk þess sem við skoðum námsmat, m.a. sóknarkvarða og mikilvægi þeirra. Við lok námskeiðs geta þátttakendur
  • leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum.
  • beitt ólíkum aðferðum við að kanna áhugasvið og forþekkingu nemenda um fyrirbæri, hugtök og vísindalega aðferðafræði.
  • greint eigin markmið og aðstæður í kennslu og sett í samhengi við kennslufræðilegar stefnur.
  • nýtt fjölbreyttar gerðir verkefna til kennslu náttúrufræðigreina í samhengi við áhugasvið og forþekkingu nemenda
  • valið leiðir til þess að kenna nemendum að stýra námi sínu með einhverjum hætti.
  • leitað í nýútvíkkað tengslanet sitt m.t.t. verkefna og vinnu þvert á skóla.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar? Námskeiðið er fyrir alla kennara grunnskólans frá 1.-10. bekk sem sinna einhverri náttúrufræðikennslu og hafa áhuga á þróun námssamfélags innan sinna skóla með áherslu á náttúruvísindi og verklegar æfingar. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla en ef það er ekki möguleiki er hvatt til þess að þátttakendur finni samstarfsfélaga til að bera saman bækur við, innan sama sveitarfélags eða utan. Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur sammælist við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög kennara blómstra. Hvar og hvernig fer námskeiðið fram? Námskeiðið fer fram í sex rafrænum lotum á heimasíðu Menntafléttu á þeim hraða sem hverjum þátttakenda hentar. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur. Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu (sjá mynd af þróunarhringnum neðar).

Kennarar

Margrét Hugadóttir

Leiðtogi þekkingamiðlunar og fræðslu í Elliðaárstöð OR

Hildur Arna Håkansson

Verkefnastjóri starfsþróunar við Menntavísindasvið HÍ

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda