Náttúrufræði til framtíðar – samþætting með öðrum námsgreinum

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið
„Náttúrufræðin er lífið allt, hún kemur alls staðar við sögu í daglegu lífi; hvað þú borðar, hvernig þú hreyfir þig á milli staða og nýtir það sem þú hefur. Þess vegna er svo skemmtilegt að samþætta hana öðrum námsgreinum. Eiginlega nauðsynlegt.“ Ólöf Ása og Óðinn, kennarar námskeiðsins og kennarar í Hrafnagilsskóla.
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi með áherslu á samþættingu náttúrufræði með öðrum námsgreinum. Námskeiðið er ætlað kennurum sem hafa hug á að tengja námsgreinar, með áherslu á náttúrugreinar og opna þannig á möguleika þess að vinna nýja nálgun í námi nemenda. Einnig er námskeiðinu ætlað að styrkja þátttakendur í teymiskennslu og samvinnu með hliðsjón af samþættingu. Fjallað verður um viðfangsefni hverrar lotu út frá samþættu verkefni sem kennarar námskeiðsins hafa þegar nýtt í kennslu. Skráningarfrestur er til og með 1. september Við lok námskeiðs geta þátttakendur:
    • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
    • Nýtt fjölbreytt verkefni sem auka virkni og valdefla nemendur.
    • Nýtt sér hagnýtar leiðir til þess að samþætta náttúrufræði við aðrar námsgreinar.
    • Komið auga á kosti teymiskennslu og hafa lært leiðir að farsællri samvinnu.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar? Námskeiðið er fyrir kennara á mið- og unglingastigi grunnskólans. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla, en það er þó ekki skilyrði. Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur sammælist við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög kennara blómstra. Hvar og hvernig fer námskeiðið fram? Kennslan fer fram í sex lotum á heimasíðu Menntafléttu á þeim tíma sem hentar hverjum þátttakanda. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þeirra í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir – og teymin þeirra geta fléttað saman við daglegt skólastarf. Umsjón og kennsla Ólöf Ása Benediktsdóttir og Óðinn Ásgeirsson, kennarar í Hrafnagilsskóla og Brynja Stefánsdóttir, kennari í Stapaskóla

Umsjónaraðilar námskeiðs

Enginn skráður leiðbeinandi

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda