Náttúrufræði til framtíðar – samþætting með öðrum námsgreinum
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
„Náttúrufræðin er lífið allt, hún kemur alls staðar við sögu í daglegu lífi; hvað þú borðar, hvernig þú hreyfir þig á milli staða og nýtir það sem þú hefur. Þess vegna er svo skemmtilegt að samþætta hana öðrum námsgreinum. Eiginlega nauðsynlegt.“ Ólöf Ása og Óðinn, kennarar námskeiðsins og kennarar í Hrafnagilsskóla.Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi með áherslu á samþættingu náttúrufræði með öðrum námsgreinum. Námskeiðið er ætlað kennurum sem hafa hug á að tengja námsgreinar, með áherslu á náttúrugreinar og opna þannig á möguleika þess að vinna nýja nálgun í námi nemenda. Einnig er námskeiðinu ætlað að styrkja þátttakendur í teymiskennslu og samvinnu með hliðsjón af samþættingu. Fjallað verður um viðfangsefni hverrar lotu út frá samþættu verkefni sem kennarar námskeiðsins hafa þegar nýtt í kennslu. Skráningarfrestur er til og með 1. september Við lok námskeiðs geta þátttakendur:
-
- Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
-
- Nýtt fjölbreytt verkefni sem auka virkni og valdefla nemendur.
-
- Nýtt sér hagnýtar leiðir til þess að samþætta náttúrufræði við aðrar námsgreinar.
-
- Komið auga á kosti teymiskennslu og hafa lært leiðir að farsællri samvinnu.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Kennarar
Enginn skráður leiðbeinandi
Námskeið yfirlit
Sjá allt