Náttúrufræði til framtíðar – samþætting með öðrum námsgreinum

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Current Status
Not Enrolled
Price
Free
Get Started

„Náttúrufræðin er lífið allt, hún kemur alls staðar við sögu í daglegu lífi; hvað þú borðar, hvernig þú hreyfir þig á milli staða og nýtir það sem þú hefur. Þess vegna er svo skemmtilegt að samþætta hana öðrum námsgreinum. Eiginlega nauðsynlegt.“ Ólöf Ása og Óðinn, kennarar námskeiðsins og kennarar í Hrafnagilsskóla.

Markmið námskeiðsins er að styðja þátttakendur við að skipuleggja og útfæra kennslu með áherslu á samþættingu náttúrufræði með öðrum námsgreinum. Námskeiðið er ætlað kennurum sem hafa hug á að tengja saman vinnu með ólíkar námsgreinar og setja sérstaka áherslu á náttúrugreinar og með því opna á möguleika þess að vinna nýja nálgun í námi nemenda. Einnig er námskeiðinu ætlað að styrkja þátttakendur í teymiskennslu og samvinnu með hliðsjón af samþættingu. Fjallað verður um viðfangsefni hverrar lotu út frá samþættu verkefni sem kennarar námskeiðsins hafa þegar nýtt í kennslu.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
  • Nýtt fjölbreytt verkefni sem auka virkni og valdefla nemendur.
  • Nýtt sér hagnýtar leiðir til þess að samþætta náttúrufræði við aðrar námsgreinar.
  • Komið auga á kosti teymiskennslu og hafa lært leiðir að farsælli samvinnu.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Ólöf Ása Benediktsdóttir

Grunnskólakennari

Óðinn Ásgeirsson

Grunnskólakennari

Brynja Stefánsdóttir

Grunnskólakennari

Námskeið Content

Expand All
Undirbúningur
Námskeiðsefni

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda