Opna Menntafléttan

Í Opnu Menntafléttunni er að finna netnámsskeið fyrir samstarfshópa. Miðað er að við að þeir fari saman í gegnum námskeiðið með því að fylgja vinnuferlinu sem sett hefur verið upp í nokkra þróunarhringi. Gert er ráð fyrir að hvert námssamfélag velji sér leiðtoga sem leiðir hópinn, undirbýr fundi, stjórnar þeim og skrifar fundargerðir.

Á hverjum námskeiðsvef er að finna lesefni, myndefni og viðfangsefni fyrir kennara og starfsfólk á vettvangi frítímans sem mikilvægt er að hópurinn hafi tíma til að ræða og prófa á vettvangi. Viðfangsefnin eru margvísleg og gefnar eru hugmyndir að fjölbreyttum verkefnum.

Gott er að bæði leiðtogi og allir þátttakendur námssamfélagsins skrái sig á viðkomandi námskeið. Þá fá allir jafnt aðgengi að efni námskeiðsins.

Gert er ráð fyrir að hópar vinni sjálfstætt en boðið er upp á ráðgjöf með hverju námskeiði ef óskað er. Hægt er að sækja um ráðgjöf undir síðu hvers námskeiðs fyrir sig.

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi vel leiðbeiningar á námskeiðsvefnum og horfi á kynningarmyndbönd sem þar er að finna. Á námskeiðsvefnum má meðal annars finna leiðbeiningar um hvernig best er að skipuleggja tíma til samstarfs og sagt frá mikilvægi þess að fylgja skrefum þróunarhringsins sem öll námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á.

Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

Skref A: Þátttakendur lesa, horfa á myndbönd og ígrunda spurningar.
Skref B: Þátttakendur ræða saman um efnið og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur vinna samkvæmt áætlun og skrá hjá sér athuganir sínar.
Skref D: Umræður um þætti til umhugsunar í vinnunni með börnum og ungmennum.

Menntafléttunámskeiðin eru starfsþróunarnámskeið fyrir starfandi kennara og starfsfólk á vettvangi frítímans. Þau byggja á samstarfi samstarfsfólks á vettvangi yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár. Yfirleitt er einn kennari eða starfsmaður fenginn til að halda utan um samstarfið og er þá leiðtogi meðal jafningja. Talað er um að kennarar séu að efla námssamfélag sitt þegar þeir vinna saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn, nemendum sínum til hagsbóta. Það sama á við um starfsfólk á vettvangi frítímans.

Í myndböndunum er annars vegar sagt frá hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða og hins vegar er sagt frá hvað einkennir námssamfélög.

Hlutverk leiðtoga

Guðríður Sveinsdóttir kennari við Giljaskóla á Akureyri hefur verið leiðtogi á Menntafléttunámskeiði. Í myndbandinu segir hún hvað felst í því hlutverki og hvað leiðtogi þarf sérstaklega að hafa í huga þegar unnið er eftir þróunarhring Menntafléttunnar við að efla námssamfélag kennara í skólanum.

Námssamfélag

Birna María Svanbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er einn helsti fræðimaður okkar um námssamfélög. Í myndbandinu skilgreinir hún hugtakið námssamfélag og hvað þarf að vera til staðar til að þróa námssamfélög í skólum.

Hlutverk stjórnenda er stórt þegar kemur að starfsþróun. Til að námssamfélög blómstri þurfa stjórnendur að setja markmið og móta væntingar um gæði náms, kennslu og starfs. Þeir þurfa einnig að:

 • tryggja stuðning og tíma til ígrundunar og samræðu
 • hvetjasýna áhuga og taka þátt í starfsþróun síns fólks
 • tryggja aðgang að bestu mögulegu þekkingu og góðum verkfærum.

Kennslufræðileg forysta stjórnenda hefur mikil áhrif á gæði náms, kennslu og starfshátta. Það er stjórnenda að tryggja að starfsþróun:

 • beinist að tengslum kennslu og náms nemenda
 • þjóni þörfum bæði kennara og nemenda
 • miði að mörgum námsaðferðum og fjölbreyttum tækifærum til náms.
  (Robinson, 2011).

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins.

Miðað er við að samstarfshópar taki þátt í námskeiðinu saman og nýti lesefni og myndefni í umræðum um starfið. Viðfangsefnin námskeiðanna eru fest í sessi með því þátttakendur fylgja einföldum þróunarhring í fjórum skrefum

Hverjum þróunarhring fylgja námsgögn fyrir námssamfélögin til að nýta. Þar er að finna stuttar fræðigreinar um inntak námskeiðsins, bæði um viðfangsefni þess og leiðir í kennslu. Oft eru einnig stutt myndbönd úr starfi eða kennslumyndbönd um afmörkuð efni. Settar eru fram tillögur að verkefnum til að vinna með börnum og unglingum.

Heppilegt er að hver samstarfshópur velji sér leiðtoga til að leiða starfið. Á námskeiðsvef má finna leiðbeiningar og tillögur að vinnuferli. Hægt er að sækja um ráðgjöf á síðu hvers námskeiðs.

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi vel leiðbeiningar á námskeiðsvefnum og horfi á kynningarmyndbönd sem þar er að finna. Á námskeiðsvefnum má meðal annars finna leiðbeiningar um hvernig best er að skipuleggja tíma til samstarfs og sagt frá mikilvægi þess að fylgja skrefum þróunarhringsins sem öll námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á.

Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

Skref A: Þátttakendur lesa, horfa á myndbönd og ígrunda spurningar.
Skref B: Þátttakendur ræða saman um efnið og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur vinna samkvæmt áætlun og skrá hjá sér athuganir sínar.
Skref D: Umræður um þætti til umhugsunar í vinnunni með börnum og ungmennum.

Menntafléttunámskeiðin eru starfsþróunarnámskeið fyrir starfandi kennara og starfsfólk á vettvangi frítímans. Þau byggja á samstarfi samstarfsfólks á vettvangi yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár. Yfirleitt er einn kennari eða starfsmaður fenginn til að halda utan um samstarfið og er þá leiðtogi meðal jafningja. Talað er um að kennarar séu að efla námssamfélag sitt þegar þeir vinna saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn, nemendum sínum til hagsbóta. Það sama á við um starfsfólk á vettvangi frítímans.

Í myndböndunum er annars vegar sagt frá hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða og hins vegar er sagt frá hvað einkennir námssamfélög.

Hlutverk leiðtoga

Guðríður Sveinsdóttir kennari við Giljaskóla á Akureyri hefur verið leiðtogi á Menntafléttunámskeiði. Í myndbandinu segir hún hvað felst í því hlutverki og hvað leiðtogi þarf sérstaklega að hafa í huga þegar unnið er eftir þróunarhring Menntafléttunnar við að efla námssamfélag kennara í skólanum.

Námssamfélag

Birna María Svanbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er einn helsti fræðimaður okkar um námssamfélög. Í myndbandinu skilgreinir hún hugtakið námssamfélag og hvað þarf að vera til staðar til að þróa námssamfélög í skólum.

Hlutverk stjórnenda er stórt þegar kemur að starfsþróun. Til að námssamfélög blómstri þurfa stjórnendur að setja markmið og móta væntingar um gæði náms, kennslu og starfs. Þeir þurfa einnig að:

 • tryggja stuðning og tíma til ígrundunar og samræðu
 • hvetjasýna áhuga og taka þátt í starfsþróun síns fólks
 • tryggja aðgang að bestu mögulegu þekkingu og góðum verkfærum.

Kennslufræðileg forysta stjórnenda hefur mikil áhrif á gæði náms, kennslu og starfshátta. Það er stjórnenda að tryggja að starfsþróun:

 • beinist að tengslum kennslu og náms nemenda
 • þjóni þörfum bæði kennara og nemenda
 • miði að mörgum námsaðferðum og fjölbreyttum tækifærum til náms.
  (Robinson, 2011).
Námskeið í boði
Dropdown skólastig
Dropdown

Tungumál stærðfræðinnar fyrir framhaldsskóla

Framhaldsskóli

Stærðfræðin í leik barna

Leikskóli

Tungumál stærðfræðinnar fyrir miðstig

Grunnskóli - Miðstig

Tungumál stærðfræðinnar fyrir unglingastig

Grunnskóli - Unglingastig

Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar

Grunnskóli - Öll stig

Náttúrufræði til framtíðar – samþætting með öðrum námsgreinum

Grunnskóli - Mið - og Unglingastig

Talaðu við mig: Gæðamálörvun í leikskóla

Leikskóli

Náttúruvísindi, tækni og málörvun í leikskóla

Leikskóli

Greindu betur- samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina

Framhaldsskóli og unglingastig grunnskóla

Málörvun með sögum og söng

Leikskóli

Náttúrufræðin í höndum nemenda

Grunnskóli - Öll stig

Tungumál stærðfræðinnar fyrir yngsta stig

Grunnskóli - Yngsta stig

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda