Opna Menntafléttan

Opna Menntafléttan er öðruvísi en kenndu námskeiðin að því leiti að efni námskeiðsins er þegar allt inni á vefnum þar með talið kennslumyndbönd frá kennurum. 

Hver og einn getur því algjörlega stýrt því hvenær hann hefst handa við námskeiðið og hversu langan tíma hann tekur í hverja lotu. Þessi námskeið henta því sérstaklega vel með kennslu, því þátttakendur sjálfir stýra ferðinni.

Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum Canvas vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang og þá fá þau sent boð í tölvupósti með slóð inn á námskeiðið. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi vel leiðbeiningar á námskeiðsvefnum og horfi á kynningarmyndbönd sem þar er að finna. Á námskeiðsvefnum má meðal annars finna leiðbeiningar um hvernig best er að skipuleggja tíma til samstarfs og sagt frá mikilvægi þess að fylgja skrefum þróunarhringsins sem öll námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á.

Eitt af markmiðum Opnu Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög á vinnustöðum þátttakenda. Hugmyndafræði og uppbygging námskeiða Opnu Menntafléttunnar byggja á rannsóknum á farsælli starfsþróun:

  • að starfsþróun spretti úr önn daglegs starfs og raunhæfum viðfangsefnum
  • að starfsþróun byggi á stöðugum samskiptum og samræðu milli fagfólks
  • að sameiginleg starfsþróun margra á sama vinnustað skili meiri árangri en þegar hún er bundin við einstaklinga.

Námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á að starfsfólk á vettvangi vinni saman að breyttum starfsháttum yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár án aðkomu utanaðkomandi kennara. Með þátttöku í námskeiði Opnu Menntafléttunnar skapar hópur starfsfólks sér tækifæri til að efla umræður um og auka þekkingu sína á viðfangsefni námskeiðsins.

Í samráði við stjórnendur finnur hópurinn sér tíma og rými til að þátttöku í námskeiðinu og samstarfs innan námssamfélagsins. Þannig styrkist námssamfélag starfsfólks og verður mikilvægur liður í starfsþróun innan stofnunarinnar. Yfirleitt halda einn til tveir starfsmenn utan um samstarfið og eru þá leiðtogar meðal jafningja. Talað er um að starfsfólk sé að styrkja námssamfélag sitt þegar það vinnur saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn til að auðga starf sitt. Viðfangsefni námskeiðanna eru fléttuð inn í daglegt starf þátttakenda og fest í sessi með því að námssamfélög þeirra fylgja

Opna Menntafléttan býður starfsþróunarnámskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun og eru námskeið Opnu Menntafléttunnar aðgengileg öllum. Námskeiðin eru á opnum Canvas vef sem öll geta skráð sig inn á með því að skrá inn nafn og netfang og þá fá þau sent boð í tölvupósti með slóð inn á námskeiðið. Engin bein kennsla er á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar og því er mikilvægt að fylgja því ferli sem gert er ráð fyrir í uppbyggingu námskeiðsins.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur lesi vel leiðbeiningar á námskeiðsvefnum og horfi á kynningarmyndbönd sem þar er að finna. Á námskeiðsvefnum má meðal annars finna leiðbeiningar um hvernig best er að skipuleggja tíma til samstarfs og sagt frá mikilvægi þess að fylgja skrefum þróunarhringsins sem öll námskeið Opnu Menntafléttunnar byggja á.

Námskeið í boði
Dropdown skólastig
Dropdown

Opna Menntafléttan

Tungumál stærðfræðinnar fyrir framhaldsskóla
Framhaldsskóli

Opna Menntafléttan

Stærðfræðin í leik barna
Leikskóli

Opna Menntafléttan

Tungumál stærðfræðinnar fyrir miðstig

Opna Menntafléttan

Tungumál stærðfræðinnar fyrir unglingastig
Grunnskóli - Unglingastig

Opna Menntafléttan

Bókmenntir, samþætting og skapandi skil
Grunnskóli - Mið - og Unglingastig

Opna Menntafléttan

Lestrarsamfélagið: Áhugahvöt og áhrifavaldar
Grunnskóli - Öll stig

Opna Menntafléttan

Náttúrufræði til framtíðar - samþætting með öðrum námsgre...
Grunnskóli - Mið - og Unglingastig

Opna Menntafléttan

Talaðu við mig: Gæðamálörvun í leikskóla
Leikskóli

Opna Menntafléttan

Náttúruvísindi, tækni og málörvun í leikskóla
Leikskóli

Opna Menntafléttan

Stafræn borgaravitund
Grunnskóli - Öll stig

Opna Menntafléttan

Greindu betur- samþætting stærðfræði, tölfræði og samféla...
Framhaldsskóli og unglingastig grunnskóla

Opna Menntafléttan

Málörvun með sögum og söng
Leikskóli

Opna Menntafléttan

Náttúrufræðin í höndum nemenda
Grunnskóli - Öll stig

Opna Menntafléttan

Tungumál stærðfræðinnar fyrir yngsta stig
Grunnskóli - Yngsta stig

Opna Menntafléttan

Námskeið

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda