Menntafléttan

Menntafléttan eru kennd námskeið fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Þau fara fram á netinu og eru öllum opin og gjaldfrjáls.

Námskeiðin eru miðuð við að hópur samstarfsfólks vinni saman að þróun kennslu- og starfshátta á vinnustað. Námskeið eru kennd í lotum sem dreifast jafnt yfir veturinn. Hver samstarfshópur velur sér leiðtoga sem mæta í lotur.

Menntafléttan byggir á rannsóknum um árangursríka starfsþróun, meðal annars hvernig nýta má þróunarhring sem verkfæri við að flétta viðfangsefnum námskeiða við daglegt starf, styrkja námssamfélög þátttakenda og hlutverk leiðtoga í samstarfi jafningja.

Rauði þráður Menntafléttunnar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda, gefa þátttakendum tækifæri til að víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf.

Áhersla er á að viðfangsefni námskeiða Menntafléttunnar séu beintengd daglegu starfi kennara og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni.

Í kennslulotum fá þátttakendur aðgang að fræðilegu og hagnýtu efni sem sett er fram með hliðsjón af skipulagi þróunarhrings. Hverjum þróunarhring fylgja námsgögn fyrir námssamfélög að nýta til umræðna ásamt tillögum að verkefnum til að vinna með börnum og ungmennum á milli lota.

Í lotum Menntafléttunnar verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði.

Til þess að þátttaka í námskeiðum Menntafléttunnar skili sér í frjóu og skapandi starfi þarf að tryggja starfsfólki tíma og rými til þátttöku. Mikilvægt hlutverk stjórnenda er að styðja við og setja þátttöku starfsfólksins í forgang.

Rauði þráður Menntafléttunnar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda, gefa þátttakendum tækifæri til að víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf.

Áhersla er á að viðfangsefni námskeiða Menntafléttunnar séu beintengd daglegu starfi kennara og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni.

Í kennslulotum fá þátttakendur aðgang að fræðilegu og hagnýtu efni sem sett er fram með hliðsjón af skipulagi þróunarhrings. Hverjum þróunarhring fylgja námsgögn fyrir námssamfélög að nýta til umræðna ásamt tillögum að verkefnum til að vinna með börnum og ungmennum á milli lota.

Í lotum Menntafléttunnar verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði.

Til þess að þátttaka í námskeiðum Menntafléttunnar skili sér í frjóu og skapandi starfi þarf að tryggja starfsfólki tíma og rými til þátttöku. Mikilvægt hlutverk stjórnenda er að styðja við og setja þátttöku starfsfólksins í forgang.

Á námskeiðum Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um þróun breyttra kennslu- og starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

 

Skref A: Þátttakendur lesa, horfa á myndbönd og ígrunda spurningar.
Skref B: Þátttakendur ræða saman um efnið og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur vinna samkvæmt áætlun og skrá hjá sér athuganir sínar.
Skref D: Umræður um þætti sem vöktu þátttakendur til umhugsunar í vinnunni með börnum og ungmennum.

Menntafléttunámskeiðin eru starfsþróunarnámskeið fyrir starfandi kennara og starfsfólk á vettvangi frítímans. Þau byggja á samstarfi samstarfsfólks á vettvangi yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár. Yfirleitt er einn kennari eða starfsmaður fenginn til að halda utan um samstarfið og er þá leiðtogi meðal jafningja. Talað er um að kennarar séu að efla námssamfélag sitt þegar þeir vinna saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn, nemendum sínum til hagsbóta. Það sama á við um starfsfólk á vettvangi frítímans.

Í myndböndunum er annars vegar sagt frá hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða og hins vegar er sagt frá hvað einkennir námssamfélög.

Hlutverk leiðtoga

Guðríður Sveinsdóttir kennari við Giljaskóla á Akureyri hefur verið leiðtogi á Menntafléttunámskeiði. Í myndbandinu segir hún hvað felst í því hlutverki og hvað leiðtogi þarf sérstaklega að hafa í huga þegar unnið er eftir þróunarhring Menntafléttunnar við að efla námssamfélag kennara í skólanum.

Námssamfélag

Birna María Svanbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er einn helsti fræðimaður okkar um námssamfélög. Í myndbandinu skilgreinir hún hugtakið námssamfélag og hvað þarf að vera til staðar til að þróa námssamfélög í skólum.

Námskeið í boði
Dropdown skólastig
Dropdown

Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi

Leikskóli

Kennarinn sem rannsakandi

Öll skólastig

Magnskilningur leikskólabarna

Leikskóli

Fjölbreytileiki, fjölmenning og fjöltyngi

Grunnskóli og framhaldsskóli

Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi

Grunnskóli - Öll stig

Leiðsagnarnám – fyrstu skrefin

Öll skólastig

Talna- og aðgerðaskilningur fyrir yngsta stig

Grunnskóli - Yngsta stig

Fyrstu skrefin í leikskólanum

Leikskóli

Íslenskuþorp í leikskólum um land allt

Leikskóli

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda