Fyrstu skrefin í leikskólanum

Menntafléttunámskeið

-

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur og þeirra námssamfélög og teymi í starfi með yngstu börnum leikskólans. Fjallað verður um upphaf leikskólagöngu þar sem samskipti og tengsl leikskólakennara og fjölbreytts hóps barna og foreldra eru í brennidepli. Einnig verður rýnt í sérstöðu yngstu barnanna; skráningar og skapandi starf; tjáningarmáta, leik og námsleiðir. Lögð verður áhersla á hlutverk kennarans og starfshætti sem byggjast á umhyggju og samskiptum.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í sínum námssamfélögum og teymum
  • Skilið í hverju upphaf leikskólagöngu felst, fyrir börn, foreldra og leikskólakennara.
  • Þekkt helstu tjáningarmáta ungra barna og hvernig merkingarsköpun þeirra fer fram í gegnum líkamlega tjáningu.
  • Þekkt mikilvægi jafningjatengsla fyrir yngstu börnin og haft kunnáttu til að styðja við þátttöku þeirra í leik.
  • Skilið mikilvægi skráninga í leikskólastarfi og sérstaklega í skapandi starfi með yngstu börnunum þar sem áherslan er á ferlið og upplifun fremur en útkomu.
  • Velt fyrir sér valdeflingu yngstu barnanna og hvernig hún gæti litið út í daglegu starfi.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Bryndís Gunnarsdóttir

Námskeið yfirlit

Sjá allt
Kennslulotur
Mat og ígrundun

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda