Fyrstu skrefin í leikskólanum
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur og þeirra námssamfélög og teymi í starfi með yngstu börnum leikskólans. Fjallað verður um upphaf leikskólagöngu þar sem samskipti og tengsl leikskólakennara og fjölbreytts hóps barna og foreldra eru í brennidepli. Einnig verður rýnt í sérstöðu yngstu barnanna; skráningar og skapandi starf; tjáningarmáta, leik og námsleiðir. Lögð verður áhersla á hlutverk kennarans og starfshætti sem byggjast á umhyggju og samskiptum.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur:
- Leitt samtöl um breytta starfshætti í sínum námssamfélögum og teymum
- Skilið í hverju upphaf leikskólagöngu felst, fyrir börn, foreldra og leikskólakennara.
- Þekkt helstu tjáningarmáta ungra barna og hvernig merkingarsköpun þeirra fer fram í gegnum líkamlega tjáningu.
- Þekkt mikilvægi jafningjatengsla fyrir yngstu börnin og haft kunnáttu til að styðja við þátttöku þeirra í leik.
- Skilið mikilvægi skráninga í leikskólastarfi og sérstaklega í skapandi starfi með yngstu börnunum þar sem áherslan er á ferlið og upplifun fremur en útkomu.
- Velt fyrir sér valdeflingu yngstu barnanna og hvernig hún gæti litið út í daglegu starfi.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2023–2024 á ZOOM. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í leikskólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir – og teymin þeirra geta fléttað saman við daglegt leikskólastarf.
Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Dag- og tímasetningar lota
2023
Miðvikudagur 8. nóvember kl. 13.00-16.00
Miðvikudagur, 6.desember kl.13.00–16.00
2024
Miðvikudagur, 24. janúar kl. 13.00–16.00
Miðvikudagur, 13. mars kl. 13.00–16.00
Miðvikudagur, 17. apríl kl. 13.00–16.00
Miðvikudagur, 29.maí kl. 13.00–16.00
Kennarar
Bryndís Gunnarsdóttir
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Kennslulotur
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/7 Skref
Mat og ígrundun