Magnskilningur leikskólabarna

Menntafléttunámskeið

3. október

-

29. apríl

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Zoom-hlekkur

Menntafléttunámskeiðið Magnskilningur leikskólabarna er síðasta námskeiðið af þremur í flokki námskeiða um stærðfræði í leikskóla. Öll námskeiðin byggja á sex viðfangsefnum stærðfræðinnar sem Alan J. Bishop telur að séu til staðar í öllum menningarheimum.

Á þessu námskeiði er unnið með þróunarhringi 9-12 og fjalla þeir um stærðfræðilegu viðfangsefnin að mæla og telja og hvernig þau tengjast. Í þessum hluta námskeiðsins eru bæði þessi viðfangsefni skoðuð og líkindi þeirra. Hér útvíkkum við líka hugmyndir um gögn og hvernig megi nýta þau til að hvetja börn til þátttöku í ólíkum aðstæðum. Í þessum síðustu fjórum þróunarhringjum fjöllum við einnig um skráningu sem leið til starfsþróunar.

Þið eigið, ef möguleiki er á, að fá forráðamenn til þátttöku, þannig að þeir geti haft áhrif á starfið í leikskólanum. Þið eigið líka að skoða hvernig þið getið deilt skráningu með forráðamönnum og samfélaginu í heild og hvernig það getur stuðlað að aukinni meðvitund um aðstæður þar sem fengist er við stærðfræði. Í síðasta þróunarhringnum söfnum við saman hugmyndum um skráningu og greinum hvernig best er að stuðla að framþróun á þessu sviði. Markmiðið er að þið fáið yfirsýn yfir þau stærðfræðilegu viðfangsefni sem Alan J. Bishop kallaði að mæla og telja. Þið fáið líka möguleika á að íhuga hvernig skráning getur stuðlað að sterkari tengslum á milli fjölmenningarlegs leikskóla og nærsamfélagsins.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Margrét S. Björnsdóttir

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda