Kennarinn sem rannsakandi
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að skapa námssamfélag meðal þátttakanda og vinna saman að því að auka þekkingu og efla hæfni til að nálgast eigin starfshætti á rannskakandi hátt.
Á námskeiðinu verður sjónum beint að því hvað það merkir að nálgast starf sitt á rannsakandi hátt. Í upphafi drögum við fram hver við erum og hvaðan við komum til þess að átta okkur á því hvað það er sem við viljum skoða á markvissan hátt í gegn um námskeiðið. Þátttakendur munu prófa margvíslegar leiðir til að skoða og skrá eigin starfshætti og fá tækifæri til að ígrunda og draga fram lærdóma sem hjálpa þeim að taka meðvitaðar ákvarðanir í starfi.
Skráningarfrestur er til og með 1. september 2023
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
- Afmarkað viðfangsefni í eigin starfi til að rýna í með markvissum
hætti. - Nýtt ólíkar leiðir til að draga fram og skrá lifandi augnablik í starfi.
- Nýtt gögn úr starfi til að greina hvað þeir eru að læra um afmarkað viðfangsefni.
- Nýtt gögn úr starfi til að þróa sig í starfi.
- Deilt með samstarfsfólki eigin lærdómum þannig að þeir nýtist til þróunar starfshátta.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir kennara, skólastjórnendur og annað fagfólk á öllum skólastigum. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla/stofnun, en það er þó ekki skilyrði.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög blómstra.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum á ZOOM, sem eru þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2023–2024. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur.
Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Dag- og tímasetningar lota
2023
Mánudagur, 11. september kl. 14.15–17.00
Mánudagur, 9. október kl. 14.15–17.00
Mánudagur, 6. nóvember kl. 14.15–17.00
2024
Mánudagur, 8. janúar kl. 14.15–17.00
Mánudagur, 5. febrúar kl. 14.15–17.00
Mánudagur, 11. mars kl. 14.15–17.00
Kennarar
Karen Rut Gísladóttir
Prófessor við Menntavísindasvið HÍ
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/6 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/6 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/7 Skref