Talna- og aðgerðaskilningur fyrir yngsta stig
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Á námskeiðinu er unnið með hugmyndir um Stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna. Skoðuð verða einkenni ólíkra þrautagerða. Einnig verða greindar lausnaleiðir sem fram koma í glímu barna við ólíkar þrautir og þær skoðaðar með tilliti til inntaks og kennsluhátta.
Fyrst verður fjallað um tegundir þrauta um sameiningu og aðskilnað og einnig um þróun lausnleiða barna á þannig þrautum. Því næst verður fjallað um þrautir um margföldun og deilingu og skilning barna á þeim og lausnaleiðir þeirra skoðaðar. Auk þess verður fjallað um tugakerfið og reikning barna með háum tölum.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex rafrænum lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2023-2024. Kennarar hafa hug á að vera með eina sex klukkustunda staðlotu í stað tveggja lota á vef á tímabilinu 15.-19. janúar. Nánari tímasetning staðlotunnar verður ákveðin í samráði við þátttakendur. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þátttakenda í samræðum teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf. Þeir leiða svo samtal á teymisfundum í sínum skólum um hvernig gengur.
Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu (sjá mynd af þróunarhringnum hér fyrir neðan).
Dagsetningar lotanna
2023
Fimmtudagur, 7. september kl. 14.00-17.00
Fimmtudagur, 28. september kl. 14.00-17.00
Fimmtudagur, 9. nóvember kl. 14.00-17.00
2023
Fimmtudagur, 11. janúar kl. 14.00-17.00
Fimmtudagur, 29. febrúar kl. 14.00-17.00
Fimmtudagur, 2. maí kl. 14.00-17.00
Kennsla fer fram á fjarfundum og í einni staðlotu.
Kennarar
Jónína Vala Kristinsdóttir
Salóme Halldórsdóttir
Auður Lilja Harðardóttir
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref
Kennslulotur
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Mat og ígrundun