Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
Námskeið í Opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna
Menntafléttunámskeiðið Stærðfræðin í umhverfi leikskólabarna er annað námskeiðið af þremur í flokki námskeiða um stærðfræði í leikskóla. Fyrsta námskeiðið heitir Stærðfræðin í leik barna (þróunarhringir 1-4) og síðasta námskeiðið heitir Magnskilningur leikskólabarna (þróunarhringir 9-12). Öll námskeiðin byggja á sex viðfangsefnum stærðfræðinnar sem Alan J. Bishop telur að séu til staðar í öllum menningarheimum.
Á þessu námskeiði, sem byggir á þróunarhringum 5-8, skoðum við hvernig stærðfræðilegu viðfangsefnin að hanna og staðsetja gefa börnum tækifæri til þess að skilja og hlutbinda rýmið í kringum okkur. Í dæmunum sem eru gefin er skoðað hvernig leikur getur haft áhrif á nám í leikskóla. Annars vegar með því að skoða ólíkar hugmyndir um leikgleði og hins vegar hvernig við bregðumst við óvæntum svörum barna og fullorðinna.
Kennslufræðileg áhersla í þróunarhring 5 – 8 beinist að þátttöku leikskólakennarans í starfi barnanna. Aðaláherslan er á að nálgast stærðfræðileg viðfangsefni í gegnum staðsetningar og hönnun.
Helsta markmið námskeiðsins er að efla skilning starfsmanna í leikskóla á hvað geta talist stærðfræðileg viðfangsefni leikskólabarna. Eftir námskeiðið er þess vænst að þeir verði hæfari til að skipuleggja, undirbúa og fylgja eftir vinnu barna í leikskólanum með það að markmiði að auka hæfni barnanna til að taka virkan þátt í stærðfræðilegum viðfangsefnum.
Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í gegnum lestur, vinnu með börnum og umræður um stærðfræðinám barnanna. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samstarfsfólk til að ræða og skipuleggja vinnu barna með áherslu á stærðfræðileg viðfangsefni.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:
-
- Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin leikskóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
-
- Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum stærðfræðinámi leikskólabarna.
-
- Hvernig hægt er að vinna að skráningum á vinnu barna á fjölbreyttan hátt.
-
- Hvernig skoða má hönnun og staðsetningar barna með stærðfræðigleraugum.
Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd (Förskolans matematik) frá Skolverket.
Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum. Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband um gildi skráningar í kennslu og hér má finna texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif geta stutt við starfsþróun kennara.
Mælt er með að leiðtogar kynni sér undirbúningsefni námskeiðsins þar sem m.a. er gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða (veggspjald).
Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttunnar.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Umsjónaraðilar námskeiðs
Stærðfræðiteymi Menntafléttu
Námskeið Content
Sýna meira
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Námskeiðsgögn
1 Viðfangsefni
Expand