Magnskilningur leikskólabarna

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Menntafléttunámskeiðið Magnskilningur leikskólabarna er síðasta námskeiðið af þremur í flokki námskeiða um stærðfræði í leikskóla. Öll námskeiðin byggja á sex viðfangsefnum stærðfræðinnar sem Alan J. Bishop telur að séu til staðar í öllum menningarheimum.

Á þessu námskeiði er unnið með þróunarhringi 9-12 og fjalla þeir um stærðfræðilegu viðfangsefnin að mæla og telja og hvernig þau tengjast. Í þessum hluta námskeiðsins eru bæði þessi viðfangsefni skoðuð og líkindi þeirra. Hér útvíkkum við líka hugmyndir um gögn og hvernig megi nýta þau til að hvetja börn til þátttöku í ólíkum aðstæðum. Í þessum síðustu fjórum þróunarhringjum fjöllum við einnig um skráningu sem leið til starfsþróunar.

Þið eigið, ef möguleiki er á, að fá forráðamenn til þátttöku, þannig að þeir geti haft áhrif á starfið í leikskólanum. Þið eigið líka að skoða hvernig þið getið deilt skráningu með forráðamönnum og samfélaginu í heild og hvernig það getur stuðlað að aukinni meðvitund um aðstæður þar sem fengist er við stærðfræði. Í síðasta þróunarhringnum söfnum við saman hugmyndum um skráningu og greinum hvernig best er að stuðla að framþróun á þessu sviði. Markmiðið er að þið fáið yfirsýn yfir þau stærðfræðilegu viðfangsefni sem Alan J. Bishop kallaði að mæla og telja. Þið fáið líka möguleika á að íhuga hvernig skráning getur stuðlað að sterkari tengslum á milli fjölmenningarlegs leikskóla og nærsamfélagsins.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin leikskóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti.
  • Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum stærðfræðinámi leikskólabarna.
  • Hvernig hægt er að styðja börn í að efla skilning sinn á magni.
  • Hvernig skoða má hvernig börn eru að telja og mæla í daglegu starfi. 
  • Leiðum til að vinna að inngildingu og sterkara fjölmenningarsamfélagi í nærsamfélagi leikskólans.

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd (Förskolans matematik) frá Skolverket. Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum.  Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband um gildi skráningar í kennslu og hér má finna texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif  geta stutt við starfsþróun kennara. Mælt er með að leiðtogar kynni sér undirbúningsefni námskeiðsins þar sem m.a. er gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða (veggspjald).

Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast Margrét S. Björnsdóttir.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Enginn skráður leiðbeinandi

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda