Tungumál stærðfræðinnar fyrir framhaldsskóla
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu hugtakaskilnings í stærðfræði. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og tungumáli stærðfræðinnar. Áhersla er lögð á málskilning og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu.
Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður, tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til málörvandi stærðfræðikennslu.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:
- Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi stærðfræðikennslu.
- Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.
- Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.
- Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.
Námsgögn finnur þú undir hverjum og einum þróunarhring.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Dagskrá námskeiðs
Kennarar
Enginn skráður leiðbeinandi
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/2 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/5 Skref