Lausnahringurinn
Menntafléttunámskeið
18. september
-
27. nóvember
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Lausnahringurinn
Hugmyndin á bakvið Lausnahringinn er fengin frá Uppeldisstefnunni Jákvæðum aga og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hugsunin hjá upphafsmanneskju Lausnahringsins, Arnrúnu Maríu kennara þessa námskeiðs, var að finna leið til að efla forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi og misbeitingu á börnum. Að heyra raddir barnanna og hvetja þau til þátttöku að búa til regluverk sem þau sæju um að móta og þróa áfram í takt við aldur og þroska. Þess vegna má segja að ekkert eiginlegt verkefnahefti fylgi þessu námskeiði. Það sem nemendur þurfa að hafa er að setja sér þann ásetning að efla forvarnir gegn ofbeldi og vilja leggja sína krafta að virkja börn og ungmenni með í þetta einfalda og lausnamiðaða verkfæri sem Lausnahringurinn er. Hægt er að flétta boðskap hans inn í allar stundir dagsins.
Það hefur sýnt sig að því meira sem börnin taka þátt í að útfæra reglurnar og sammælast um þær í ræðu, riti og framsetningu þá virkar það sterkast.
Þess vegna er kjörið að starfsfólk skóla myndi teymi innan skólans sem heldur utan um og deilir efni, skráir, skoðar það að finna núll punkt til að hafa grunnlínu að ganga út frá þar sem hægt væri að mæla árangur. og hafi skýra áætlun hvernig verkefnið verður lagt upp og síðan styrkja alla sem í skólanum starfa til að halda áfram hver með sínum hætti og útfærslu. Aðalmarkmiðið er að tungumál Lausnahringsins heyrist og allir æfi sig að fara eftir því og taka tillit, að það skapist sameiginlegt tungumál sem allir skilja og fara eftir. Líkt og með umferðareglur, það stoppa allir á rauðu ljósi, ef ekki þá eru það mistök sem má læra af.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur:
-
- Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
-
- Fengið verkfæri að setja og virða mörk í samskiptum
-
- Fengið fræðslu um afleiðingar ofbeldis í bernsku, hvað forvarnir og fræðsla er mikilvæg
-
- Hvernig flétta má forvarnir inn í hvaða stund skóladagsins sem er
-
- Skilning hversu mikilvægt það er að fylgja eftir ef grunur er um ofbeldi/vanrækslu, hvert er hægt að sækja sér frekari upplýsingar í þeim efnum
-
- Hvernig má skoða líðan og hegðun barna með tilliti til aðstæðna sem þau búa við eða eru stödd í hverju sinni
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem hafa áhuga og eru tilbúin að leggja aukna áherslu á forvarnir gegn ofbeldi í sínum skóla. Fyrir fólk sem sér tækifæri og lausnir að styrkja og styðja við börn og fullorðna að setja og virða mörk í samskiptum og þorir að gera æfingar þess efnis að gera mistök og ræða það til að læra af og efla samskiptin. Fyrir fólk sem er tilbúið að ígrunda samskipti frá ólíku sjónarhorni, reynslu af viðfangsefnum námskeiðs og hvernig til tekst við að flétta þau saman við daglega starfið í skólanum eða frístundastarfinu, í samvinnu við samstarfsfólk.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög blómstra.
Lausnahringurinn í Landanum á RÚV 12.mars 2023
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/32541/a00fa7/lausnahringurinn
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.
Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf um vinnuferli þróunarhringsins og eða inntak námskeiðanna. Ráðgjöfin er sniðin að þörfum hvers þátttakendahóps.
Ráðgjöfin er niðurgreidd af Menntafléttunni og er í höndum sérfræðinga á vegum hennar. Fyrsti tími í ráðgjöf er frír og mælt er með að þátttakendur nýti sér ráðgjöf á vegum Menntafléttunnar.
Stjórnendur sækja um ráðgjöf í gegnum skráningarform sem er aðgengilegt við hvert námskeið.
Myndband með fyrirlestri er sent út viku fyrir hverja lotu, þar sem þátttakendur geta undirbúið sig og rætt efnið í sínum skóla.
18. september kl. 14.30-15.30
Lota 1: Kynning og verkáætlun
- Þróunarhringurinn og skrefin fjögur.
- Lausnahringurinn og grunnur að verkáætlun fyrir innleiðingu.
- Kynning á Lausnahringnum og mikilvægi innleiðingar.
- Umræður um forvarnir gegn ofbeldi og áföllum.
- Ramma inn verkferla og skilgreina sérstöðu hvers skóla.
2. október kl. 14.30-15.30
Lota 2: Forvarnir og samstarf
Markmið í lotu 2:
- Að þátttakendur öðlist sjálfstraust og öryggi til að tileinka sér lausnir Lausnahringsins
- Að þátttakendur læri að skilja hversu öflugt forvarnartæki Lausnahringurinn er, bæði í daglegu lífi og starfi
- Að efla vitund hvers og eins um eigið vald til að setja mörk og virða mörk annarra í samskiptum
- Að efla færni þátttakenda í að kenna ungum börnum strax þessar grundvallarfærni, sem getur verið bæði einfalt og áhrifaríkt
16. október kl. 14.30-15.30
Lota 3: Kynning Lausnahringsins fyrir nemendum
- Að kynna Lausnahringinn fyrir nemendum á skemmtilegan og lærdómsríkan hátt.
- Hvernig hægt er að virkja nemendur að taka þátt í innleiðingu í gegnum bækur, lög, leikrit o.þ.h. Samskiptafærni, sjálfsstjórn og félagsvitund
30. október kl. 14.30-15.30
Lota 4: Gestakennari – Soffía Ámundadóttir
13. nóvember kl. 14.30-15.30
Lota 5: Handbókarvinnsla og seigla í forvarnavinnu
- Vinna að handbókarskrifum og fræðslu um mikilvægi forvarna
- Handbók, stöðumat, til að meta árangur
- Umfjöllun um seiglu og þrautseigju formi forvarna
27. nóvember kl. 14.30-15.30
Lota 6: Lokaskref, eftirfylgni, hvað hefur áunnist, áframhaldandi vinna og lærdómur
- Hverju hefur innleiðingarferlið skilað og draga lærdóm af verkefninu.
- Eftirfylgni og næstu skref, handbækur.
- Yfirlit og greining á niðurstöðum.
Umsjónaraðilar námskeiðs
Soffía Ámundadóttir
Kennari og verkefnastjóri í Menntafléttunni
Arnrún María Magnúsdóttir
Kennari
Námskeið Content
Expand All
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps
Lota Content
0% Complete
0/5 Steps