Þ9: Skref B- Samvinna- umræður og undirbúningur athugunar

Nú er komið að fyrsta fundi með samstarfsfólki um þróunarhring 9 þar sem þið veltið fyrir ykkur sýn forráðamanna barnanna á stærðfræði. 

Best er að byrja fundinn á að hvert og eitt ykkar segi frá því hvað kom ykkur á óvart eða hvað ykkur fannst áhugavert í greininni Unnið með magn Download Unnið með magn. Munið að rökstyðja það sem þið segið.

Umræður
  • Hvaða atriði sjáið þið á myndinni Mynd – unnið með magn sem væri hægt að nota sem gögn til að ögra tilgátum-í-athöfn um að telja og mæla hjá börnunum?
  • Hvernig er hægt að nýta þessi atriði til þess að fá börnin til að mynda tengingar við að telja og mæla í gegnum leik?
  • Hvernig er hægt að nota myndina með börnunum til að ögra tilgátum-í-athöfn?
Undirbúningur

Markmiðið er að þið komið auga á hvað samfélagið getur lagt af mörkum til að styðja við starfsemina í leikskólanum. Byrjið á að ræða við foreldra, forráðamenn og/eða aðra leikskólakennara um sýn þeirra á stærðfræði.

Veljið myndir úr safnmöppunni ykkar sem sýna börn sem þátttakendur í stærðfræðilegu viðfangsefnunum að telja eða mæla. Deilið myndunum með hvert öðru og ræðið hvað á myndunum sýnir þessi stærðfræðilegu viðfangsefni.

Veljið síðan eina eða tvær myndir sem þið haldið að forráðamenn/leikskólakennarar sjái einhverja stærðfræði á og sýna aðstæður sem þau þekkja úr daglegu lífi með börnunum. Þetta gæti til dæmis verið myndir sem sýna búðaleik, lególeik, byggingaleik eða bakstur.

Ræðið við forráðamennina/leikskólakennarana um myndina og hvaða stærðfræði börnin á myndunum eru þátttakendur í. Biðjið þá um að skrá niður svör sín eða segja frá. Skráið hjá ykkur og geymið gögnin.

Þegar gögnunum hefur verið safnað undirbúið þið hvernig hægt er að deila niðurstöðunum með forráðamönnum og leikskólakennurum. Til dæmis væri hægt að halda kynningarfund eða útbúa fréttabréf. Hvetjið forráðamenn og leikskólakennara til að segja frá öðrum aðstæðum þar sem börn eru þátttakendur í stærðfræðilegum viðfangsefnum.

Hafið eftirfarandi spurningar í huga þegar þið framkvæmið þetta verkefni:

  • Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í svörum forráðamanna/leikskólakennara og í þeim samtölum sem fylgdu?
  • Hvernig er hægt að nota samtöl við forráðamenn/leikskólakennara til að fá hugmyndir að öðrum námstækifærum sem börnin gætu viljað vera þátttakendur í?

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda