Þ12: Skref A – Undirbúningur

Lestur

Í greininni Skráningar og starfsþróun skoðar þú hvernig hægt er að nota skráningu í leikskólanum til að þróa vinnuna með börnunum. Íhugaðu einnig:
    • Hvers vegna sex stærðfræðilegu viðfangsefni Bishops eru notuð í námskeiðinu.
    • Mikilvægustu þemun sem hafa verið kynnt á námskeiðinu sem snerta sambandið barn-leikskólakennari-vinna með börnum.
    • Þrjú ólík sjónarhorn á skráningu, sérstaklega þann hluta þar sem skráningin hefur það að markmiði að þróa vinnuna með börnum.
Lestu greinina Stærðfræðileg viðfangsefni úr þróunarhring 1 aftur. Eftirfarandi spurningar voru settar fram þegar þú last greinina fyrst:
    • Var eitthvað í textanum eða myndböndunum sem kom á óvart? Hvers vegna?
    • Rifjaðu upp einhverja stund í leikskólanum sem þér finnst vera stærðfræðileg. Reyndu að lýsa henni með hjálp sex stærðfræðilegra viðfangsefna eins og Alan Bishop skilgreinir þau.
    • Sérð þú samband á milli þessara sex stærðfræðilegu viðfangsefna og stærðfræði í leikskólum?
Hafa svör þín breyst eftir að hafa lesið greinina aftur? Rökstyddu. Ígrundaðu hvernig þínar tilgátur-í-athöfn hafa breyst vegna þátttöku þinnar á námskeiðinu.

Myndband

Ígrundaðu eftirfarandi spurningar þegar þú horfir á myndbandið Leikskólakennarar ígrunda:
    • Finnst þér nauðsynlegt að börn viti að þau eru að vinna að stærðfræðilegu viðfangsefni? Rökstyddu.
    • Hvernig hefðir þú skráð þessar kennslustundir eða hluta þeirra?
    • Gætir þú hafa notað slíka skráningu á þá þrjá mismunandi vegu sem við höfum fjallað um á námskeiðunum þremur?
    • Hvernig gæti skráning á þessum kennslustundum stutt við áframhaldandi þróun vinnunnar með börnum?

Ígrundun

Farðu í gegnum safnmöppuna þína. Notaðu spurningarnar hér að neðan til að skoða hvernig skráning þín hefur þegar verið notuð eða væri hægt að nota til að þróa vinnuna með börnunum.
    • Hvaða þýðingu hefur skráningin haft fyrir þitt starf og vinnuna með börnunum?
    • Hvernig hefur skráningin nýst við undirbúning nýrra námstækifæra?
    • Hvaða áhrif hafa börnin haft á skráninguna? Á hvaða hátt voru þau þátttakendur?
    • Hvaða áhrif hefur það haft á starf þitt og starfsemi leikskólans að hugsa um stærðfræði í leikskólanum út frá stærðfræðilegum viðfangsefnum Bishops?
    • Hvaða breytingar hafa orðið á umhverfinu og því námi sem börnin eru þátttakendur í? Hvað gerið þið öðruvísi? Hvaða spurningar er lögð áhersla á?
Í greininni Skráningar og starfsþróun er rætt um hugtakið kennslufræðileg sýn. Íhugaðu hver þín kennslufræðilega sýn er og skrifaðu stuttan texta, til dæmi í punktaformi, þar sem þú lýsir nokkrum atriðum í þinni kennslufræðilegri sýn.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda