Þ11: Skref D- Mat og ígrundun

Umræður

    • Hvaða hluta (rannsaka, mynda hugtök, tákna) stærðfræðilega viðfangsefnisins að telja hafið þið skráð?
    • Hve virk voru börnin í þeim aðstæðum sem verkefnið bauð upp á? Var munur á þátttöku barnanna?
    • Hvað gerðuð þið til að leggja áherslu á eða draga fram ólíka hluta stærðfræðilega viðfangsefnisins að telja?
    • Er misauðvelt að skrá ólíka hluta viðfangsefnisins?
    • Hvernig tengduð þið verkefnið við áhugasvið barnanna og fyrri reynslu?
    • Getið þið undirbúið önnur námstækifæri með áherslu á sömu hluta þess að telja sem myndi ná betur til barnanna, áhuga þeirra og reynslu?
    • Berið saman kosti þess að leikskólakennarinn leiði vinnuna og að börnin geri það, með tilliti til þess að fá börnin til þátttöku í viðfangsefnum tengdum talningu.
    • Hvernig tengjast þessir kostir og gallar kynjavinklinum í þeirri kennslu sem þið hafið framkvæmt?

Skráning

Skráið niður vangaveltur ykkar úr umræðunum. Ígrundið einnig skilning ykkar á stærðfræðilega viðfangsefninu að telja. Hefur hann breyst? Ef svo er, hvað hefur breyst og hvers vegna? Gagnlegt getur verið að halda vel utan um gögnin í samfnmöppum ykkar.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda