Þ11: Skref B – Samvinna, umræður og undirbúningur athugunar

Umræður
    • Hver og einn kynnir það sem vakti mestan áhuga í greininni og myndböndunum. Rökstyðjið.
    • Hvaða hugmyndir tengdar stærðfræðilega viðfangsefninu að telja nota börnin í ólíkum aðstæðum?
    • Hvað gefur til kynna að börnin í myndböndunum séu að rannsaka, mynda hugtök og tákna?
    • Hvaða kennsluaðferðum mætti beita til að ögra tilgátum-í-athöfn hjá börnunum?
    • Nefnið dæmi um hvernig leikskólinn getur stutt þátttöku barna í stærðfræðilega viðfangsefninu að telja.
Undirbúningur
Nú er komið að því að undirbúa vinnu barna þar sem þau rannsaka, mynda hugtök og tákna hugmyndir sem tengjast því að telja. Tilangurinn er að þið vinnið með börnunum að því að taka þátt í stærðfræðilega viðfangsefninu að telja með það að markmiði efla þátttöku þeirra í talningu. Veljið úr þeim hugmyndum sem má finna í skjalinu Undirbúningur að vinnu með börnum – þróunarhringur 11.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda