Þ10: Skref A- Undirbúningur

Lestur

Íhugaðu eftirfarandi þegar þú lest greinina Mælingar:
    • Hvernig börn þurfa að rannsaka viðfangsefnið að mæla í mörgum ólíkum aðstæðum til þess að þróa góðan skilning á mælingum.
    • Að geta barnsins til þess að aðgreina eiginleika helst í hendur við þróun orðaforða um eiginleikann.
    • Þróunin á skilningi þess að mæla ákveðinn eiginleika:
        • beinn samanburður og röðun eftir stærð
        • bera saman tvo hluti með því að nota þann þriðja, hugtakið yfirfærsla
        • nota einn hlut sem mælieiningu til að mæla annan hlut
        • skilningur á því að einingar eiga að vera af sömu stærð og það þarf að raða þeim án bila
        • nota einhverskonar skala til að mæla með
        • skilningur á því hvar upphaf og endir mælingarinnar er og þýðingu endapunkts.

Myndbönd

Íhugaðu eftirfarandi spurningar þegar þú horfir á myndbandið Hitamælingar
    • Hvaða skilning á stærðfræðilega viðfangsefninu að mæla sýna börnin í myndbandinu? Hvað gera þau og hvaða orð nota þau?
    • Hvaða skírskotun má sjá til yfirfærslu, endurtekninga og fastra mælieininga?
    • Hvernig ögrar leikskólakennarinn tilgátum-í-athöfn og hugtökum-í-athöfn hjá börnunum?
    • Hvaða efni, tæki eða tól eru notuð? Hvernig ná þau athygli barnanna og halda henni í aðstæðunum?
    • Hvernig væri hægt að ögra tilgátum-í-athöfn og hugmyndum-í-athöfn hjá börnum um stærðfræðilega viðfangsefnið að  mæla í svipuðum aðstæðum?

Skráning

Skráðu niður hugmyndir þínar og skoðanir og settu í safnmöppuna þína.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda