Dagskrá í íslenskutímanum 23. október
Dagskráin í tímanum:
-
- Kynning – Hver ert þú, hvað heitir leikskólinn þinn og hver er mentorinn þinn : ) Hvar ólst þú upp, hvar ólst mentorinn þinn upp?
- Málfræði og verkefni í tímanum – Eignarfornöfn og kyn.
- Segðu frá verkefni sem þú gerðir með börnunum. Hvaða verkefni gerðir þú, aldur barnanna, hvað voru þau mörg, hvernig gekk (hvað gekk vel og hvað gekk ekki nógu vel)?
- Umræður um málnotkun lotunnar
Glærurnar í íslenskutímanum. Á glærunum er; námsefni, verkefni og umræður um málnotkun.
Íslenskutími hópar 1, 2 og 3
HJÁLP – hjálparmiðlar – verkefni – valfrjálst
Hér er verkefni í hjálparmiðlum. Verkefnið hjálpar þér að nota hjálparmiðla. Hjálparmiðlar gefa þér t.d. mikilvægar upplýsingar um orð í íslensku. Upplýsingarnar hjálpa þér að tala og skrifa rétta íslensku.
Góðgæti mánaðarins:
-
- Jákvæð athygli. “Þú stendur þig vel”!
- Málshættir í íslensku. ”Þolinmæðin þrautir vinnur allar” – hvað er málsháttur og hvað þýðir þessi málsháttur? Málshættir
- Lag mánaðarins: Hvar er húfan mín?