Dagskrá í íslenskutímanum 23. október

Dagskráin í tímanum:

    1. Kynning – Hver ert þú, hvað heitir leikskólinn þinn og hver er mentorinn þinn : ) Hvar ólst þú upp, hvar ólst mentorinn þinn upp?
    2. Málfræði og verkefni í tímanum – Eignarfornöfn og kyn.
    3. Segðu frá verkefni sem þú gerðir með börnunum. Hvaða verkefni gerðir þú, aldur barnanna, hvað voru þau mörg, hvernig gekk (hvað gekk vel og hvað gekk ekki nógu vel)?
    4. Umræður um málnotkun lotunnar

Glærurnar í íslenskutímanum. Á glærunum er; námsefni, verkefni og umræður um málnotkun.

Íslenskutími hópar 1, 2 og 3

Íslenskutími hópar 4 og 5

HJÁLP – hjálparmiðlar – verkefni – valfrjálst

Hér er verkefni í hjálparmiðlum. Verkefnið hjálpar þér að nota hjálparmiðla. Hjálparmiðlar gefa þér t.d. mikilvægar upplýsingar um orð í íslensku. Upplýsingarnar hjálpa þér að tala og skrifa rétta íslensku.

Góðgæti mánaðarins:

    • Jákvæð athygli. “Þú stendur þig vel”!
    • Málshættir í íslensku. ”Þolinmæðin þrautir vinnur allar” – hvað er málsháttur og hvað þýðir þessi málsháttur? Málshættir
    • Lag mánaðarins: Hvar er húfan mín?

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda