Skref A – Undirbúningsefni fyrir lotu 1
Hér er grein eftir Birte Harksen og Ingibjörgu Ásdísi Sveinsdóttur í tímaritunu Börn og menning sem heitir Leikur að bókum fjallar um hvernig hægt er að fá börnin til að lifa sig inn í söguheim bóka.
Þátttökulestur:
“Mús varaðu þig!” er einföld bók með einfalt stef, sem börnin geta kallað til að vara músina við. Myndskeiðið sýnir hvernig Imma segir söguna með hjálp myndskreytinganna og börnin hjálpa henni að sjá hvað er að gerast. Það er alveg nóg að skoða bara myndskeiðið á síðunni.
https://leikuradbokum.net/M%C3%BAs,_vara%C3%B0u_%C3%BEig__33__/
Grísirnir þrír og úlfurinn
Hér er ævintýri sem flestir þekkja um grísina þrjá og úlfinn. Myndskeiðið sýnir hvernig börnin leika söguna þegar við erum búin að lesa hana. Þau velja sér hlutverk og skipta síðan þegar sagan er leikin aftur og aftur. Það er alveg nóg að skoða bara myndskeiðið á síðunni.
https://leikuradbokum.net/Gr%C3%ADsirnir_þr%C3%ADr_og_úlfurinn/
Ég setti upp lítil dæmi um hvernig hægt er að segja sögu til að hjálpa börnunum að skilja söngtexta. Markmiðið er líka að starfsfólk sem ekki er með íslensku sem móðurmál hugsi um textann og fái útskýringar frá samstarfsfólki ef þörf krefur. Hægt er í sameiningu að vinna á svipaðan hátt með önnur lög: Finna leikmuni og búa til sögu.
Börn og tónlist
Hér er síða á Börn og tónlist, sem ég vil biðja þau um að skoða: Lagið heitir “Með pabba í búð” og er dæmi um að tengja hljóðkerfisvitund við lag en líka dæmi um að virkja leik og þátttöku barnanna í söngstundinni. Á síðunni eru tvö myndskeið. Annað úr leikskólanum með börnunum og hitt er úr Birte- og Immustund. Þetta er lag sem þau geta auðveldlega notað.
https://www.bornogtonlist.net/Með_pabba_%C3%AD_búð/