Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólunum í 5. lotu

Hér eru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu. Þetta gætu verið hugmyndir um samverustund, þemastarf, samræður í útiveru eða hvaðeina sem hvetur þátttakendur til að spreyta sig á þema lotunnar með beinum hætti í leikskólastarfinu.

Hugmyndir um verkefni með börnunum

Í öllum verkefnum er mikilvægt að taka eftir hvort börnin eru að njóta og skemmta sér.
Yngstu börn
    • Að mála á ljósaborði með sandi, hrísgrjónum, vatnslitum. Taka ljósmyndir til að skrá uppgötvun þeirra.
    • Að mála með ísmolum – það er skemmtilegt að búa til málningarklaka í tómum mjólkurfernum eða öðrum ílátum.
    • Að vinna með heimagerðan leir eða jarðleir og blanda leirnum saman við alls kyns efnivið – þá er ákveðinn efniviður notaður með leirnum, t.d. spýtur, prik, járnhöldur, steinar. Efniviðurinn hefur oft mikil áhrif á hvernig börnin nota leirinn.
    • Að vinna með ljós og skugga – Myndvarpa er stillt upp og látinn lýsa á vegg. Skemmtilegt er að raða lituðum filmum, kubbum og formum á myndvarpann til þess að skapa ævintýraleg áhrif.
Elstu börn
    • Byggingarleikir og skjávarpi. Mynd úr tölvu eða síma er varpað á skuggatjald. Myndin getur tengst áhugasviði barnanna, þemaverkefni, vettvangsferð eða verið „út í bláinn“. Skemmtilegt er að blanda saman kubbum og öðrum skapandi efnvið
    • Byggingar og teikningar – Þegar börnin hafa gert byggingu er hægt að stinga upp á að þau prófi að teikna bygginguna. Þannig yfirfæra þau eitt tjáningarform yfir í annað tungumál.
    • Skoða – upplifa – teikna – Börnin fá smásjá og skoða eitthvað efni t.d. formin á snjókornunum/klaka/laufblöð. Eftir það teikna þau það sem þau eru búin að sjá.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda