Þ9: Skref A – Undirbúningur

Lestur Þegar þú lest greinina Unnið með magn skaltu íhuga eftirfarandi atriði:
    • Líkindi, samband og mismun stærðfræðilegu viðfangsefnanna að mæla og telja.
    • Hugmyndir Davydovs um að nota mælingar til að ná dýpri skilningi á tölum.
    • Gögn og hluti í nærumhverfinu sem hægt er að nota sem útgangspunkt í kennslu í stærðfræðilegu viðfangsefnunum.
    • Stærðfræðileg viðfangsefni í leikskóla margbreytileikans.
    • Stuðning forráðamanna og samfélagsins við starfið.
Mynd
Skoðaðu ljósmyndina Mynd – unnið með magn og íhugaðu hvernig hægt er að nota þetta umhverfi til að hvetja börn til þess að telja og mæla. Skoðaðu sérstaklega:
    • Hvaða hluti í þessu umhverfi er hægt að nota til að ögra tilgátum-í-athöfn, um að telja og mæla, hjá börnunum?
    • Hvaða eiginleika hlutanna getur þú notað til að ögra börnunum í leik? Hvernig væri hægt að nota þessa eiginleika til að stuðla að kennslu í gegnum leik?
    • Hvernig er hægt að nota þessi gögn og umhverfi til að ögra börnunum? Hvaða námsaðstæður getur þú undirbúið þar sem þú notar þessi gögn og umhverfi?
    • Ef þú hefur ekki aðgang að leikvelli eins og þessum, hvar gætir þú fundið stað þar sem þú gætir skapað svipaðar námsaðstæður?
    • Hvernig er hægt að nota þessa mynd með börnunum til að ræða um ólík svið þess að telja og mæla?
Skráning
Skráðu niður hugmyndir þínar og ígrundun og settu í safnmöppuna þína.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda