Þ12: Skref B – Samvinna, umræður og undirbúningur athugunar

Umræður
  • Hvað fannst ykkur vera lærdómsríkast í greininni Skráningar og starfsþróun?
  • Hvernig var að lesa greinina úr 1. þróunarhring aftur? Rökstyðjið.

Gangið út frá ígrundun ykkar um hvernig skráning hefur verið notuð eða hvernig hægt væri að nota hana til að þróa vinnuna með börnunum þegar þið ræðið eftirfarandi atriði:

  • Hvaða þýðingu hefur skráningin haft fyrir þitt starf og vinnuna með börnunum?
  • Hvernig hefur skráningin nýst við undirbúning nýrra námstækifæra?
  • Hvaða áhrif hafa börnin haft á skráninguna? Á hvaða hátt voru þau þátttakendur?
  • Hvaða áhrif hefur það haft á starf þitt og starfsemi innan leikskólans að hugsa um stærðfræði í leikskólanum út frá stærðfræðilegum viðfangsefnum Bishops?
  • Hvaða breytingar hafa orðið á umhverfinu og því námi sem börnin eru þátttakendur í? Hvað gerið þið öðruvísi? Hvaða spurningar eru dregnar fram?
Undirbúningur

Hvert og eitt ykkar á að skrá tvær til þrjár kennslustundir í starfsemi ykkar, þar sem sjá má eitthvert af stærðfræðilegu viðfangsefnunum sex. Hafið eftirfarandi í huga:

  • Hvernig á skráningin að fara fram? Til dæmis; skriflega, með ljósmyndun, kvikmyndun eða með fleiri en einni aðferð.
  • Skráningin á að styðja við það að hægt sé að ræða um stærðfræðilegu viðfangsefnin sem fengist er við eftir að verkefninu er lokið.
  • Að skráningin á að sýna hvernig samskipti leikskólakennarinn á við börnin í vinnunni.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda