Þróunarhringur 12 – Skráningar og starfsþróun

Í þessum síðasta hluta námskeiðsins er farið vítt og breytt yfir efni allra tólf þróunarhringjanna sem  leikskólanámskeiðin þrjú byggja á. Námskeiðin Stærðfræðin í leik barnaStærðfræðin í umhverfi leikskólabarna og Magnskilningur leikskólabarna byggja öll á sex stærðfræðilegu viðfangsefnum Bishops og eru tvö viðfangsefni tekin fyrir á hverju námskeiði.

Nú eru þær grundvallarhugmyndir sem voru skoðaðar í fyrri þróunarhringjum skoðaðar aftur. Þessar hugmyndir eru þemu sem hafa gengið eins og rauður þráður í gegnum öll þrjú námskeiðin og í þessum hluta eru þær tengdar saman til að lýsa hvaða vægi þær hafa í skráningu á starfsemi leikskólans.

Þið lesið um öll sex stærðfræðilegu viðfangsefni Bishops og ræðið hvernig hægt er að nota þau sem ramma til að skoða stærðfræði í leikskólum.

Ykkar eigin hugmyndir um hvernig stærðfræði í leikskólum geti verið og hlutverk ykkar við að þróa þennan hluta starfsins verður í brennidepli. Saman ígrundið þið einnig hvernig þið getið haldið áfram að þróa starfið og starfshætti ykkar eftir að námskeiðinu lýkur.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda