Tengsl og breytingar í stærðfræði fyrir unglingastig – Haustönn 2025

Menntafléttunámskeið

September

-

apríl

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Tengsl og breytingar í stærðfræði fyrir unglingastig

Síðasti dagur til að skrá sig á námskeiðið er 13. september, námskeiðið hefst 16. september. 

Á námskeiðinu Tengsl og breytingar muntu kynnast fjölbreyttu stærðfræðiefni út frá margskonar kennslufræðilegum sjónarhornum. Kennslufræðileg nálgun námskeiðsins byggir á að unnið sé með opin verkefni, skráningar og fjölbreytt námsmat og er tekið mið af hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla.

Skráningar eru góður grundvöllur fyrir sameiginlegar umræður samstarfsfólks. Bæði er gagnlegt að skrá fundargerðir eftir hvern fund námssamfélagsins og að hvert og eitt skrái ígrundun sína í dagbók eða safnmöppu. Minnt er á ígrundun og skráningu í hverjum þróunarhring og einnig er minnt á að það er æskilegt að skipulegga vinnu samstarfshópsins á námskeiðinu strax frá upphafi. Mælt er með að safna hugleiðingum á einn stað.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

    • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum til að nýta þegar unnið er með tengsl og breytingar í stærðfræðikennslu

    • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína í að vinna með opin verkefni í stærðfræði

    • Hvernig má styðja nemendur við að vera í góðum samskiptum og eiga innihaldsríkar umræður þegar þeir vinna saman að stærðfræðilegum viðfangsefnum

    • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd frá Skolverket. Í tímaritinu Flatarmál var fjallað um reynslu íslenskra kennara af Menntafléttunámskeiðum.

Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum.  Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mínútur) þar sem Unnur Gísladóttir talar um gildi skráningar í kennslu og einnig má finna hér texta þar sem fjallar er um hvernig dagbókarskrif geta stutt við starfsþróun kennara.

Mælt er með að leiðtogar kynni sér undirbúningsefni sem finna má efst undir námsefni. Þar er meðal annars gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða (veggspjald).

Umsjónaraðilar námskeiðs

Birna Hugrún Bjarnardóttir

Námskeið Content

Sýna meira

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda