Stærðfræðinám og upplýsingatækni á yngsta stigi
Námskeið í Opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Stærðfræðinám og upplýsingatækni á yngsta stigi
Á námskeiðinu verður sjónum sérstaklega beint að notkun og möguleikum upplýsingatækni fyrir stærðfræðikennara á yngsta stigi. Fjallað verður um hvernig hægt er að nota greiningalykla til að meta forrit í stærðfræðinámi og kynntar verða hugmyndir að forritum til að gera stærðfræðikennsluna myndrænni og fjölbreyttari. Auk þess verða skoðuð verkfæri sem nemendur geta notað í námi sínu, bæði sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar.
Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður, tilraunir í kennslu og vangaveltur og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til að nýta upplýsingatækni í stærðfræðikennslu.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:
-
- Leiðum til að taka þátt í námssamfélagi jafningja í eigin skóla með samtali, endurgjöf og ígrundun um breytta starfshætti
-
- Lesefni og hugmyndum að viðfangsefnum tengdum upplýsingatækni í stærðfræði með samkennurum og nemendum
-
- Greiningarlyklum til að meta forrit í stærðfræðinámi
-
- Hvernig styðja má nemendur í að nýta verkfæri upplýsingatækni í námi sínu, sem námstæki og til að setja fram niðurstöður sínar
Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum. Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mínútur) þar sem Unnur Gísladóttir talar um gildi skráningar í kennslu og hér má finna texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif geta stutt við starfsþróun kennara.
Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd (Matematikundervisning med digitala verktyg I) frá Skolverket. Í tímaritinu Flatarmál er fjallað um reynslu íslenskra kennara af fyrstu Menntafléttunámskeiðum.
Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttunnar.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.
Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning varðandi það hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins. Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Umsjónaraðilar námskeiðs
Stærðfræðiteymi Menntafléttu
Námskeið Content
Sýna meira
Undirbúningur
Lota Content
0% Complete
0/6 Steps
Yfirlit námskeiðs
Námskeiðsefni
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Þróunarhringur 3 – Að rannsaka og uppgötva stærðfræði með verkfærum upplýsingatækni
4 Viðfangsefni
Expand
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Námskeiðsgögn
1 Viðfangsefni
Expand