Lausnahringurinn – Vorönn 2025

Menntafléttunámskeið

22. janúar

-

2. apríl

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Lausnahringurinn

Hugmyndin á bakvið Lausnahringinn er fengin frá Uppeldisstefnunni Jákvæðum aga og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hugsunin hjá upphafsmanneskju Lausnahringsins, Arnrúnu Maríu kennara þessa námskeiðs, var að finna leið til að efla forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi og misbeitingu á börnum. Að heyra raddir barnanna og hvetja þau til þátttöku að búa til regluverk sem þau sæju um að móta og þróa áfram í takt við aldur og þroska. Þess vegna má segja að ekkert eiginlegt verkefnahefti fylgi þessu námskeiði. Það sem nemendur þurfa að hafa er að setja sér þann ásetning að efla forvarnir gegn ofbeldi og vilja leggja sína krafta að virkja börn og ungmenni með í þetta einfalda og lausnamiðaða verkfæri sem Lausnahringurinn er. Hægt er að flétta boðskap hans inn í allar stundir dagsins.

Það hefur sýnt sig að því meira sem börnin taka þátt í að útfæra reglurnar og sammælast um þær í ræðu, riti og framsetningu þá virkar það sterkast.

Þess vegna er kjörið að starfsfólk skóla myndi teymi innan skólans sem heldur utan um og deilir efni, skráir, skoðar það að finna núll punkt til að hafa grunnlínu að ganga út frá þar sem hægt væri að mæla árangur. og hafi skýra áætlun hvernig verkefnið verður lagt upp og síðan styrkja alla sem í skólanum starfa til að halda áfram hver með sínum hætti og útfærslu. Aðalmarkmiðið er að tungumál Lausnahringsins heyrist og allir æfi sig að fara eftir því og taka tillit, að það skapist sameiginlegt tungumál sem allir skilja og fara eftir. Líkt og með umferðareglur, það stoppa allir á rauðu ljósi, ef ekki þá eru það mistök sem má læra af.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

    • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.

    • Fengið verkfæri að setja og virða mörk í samskiptum

    • Fengið fræðslu um afleiðingar ofbeldis í bernsku, hvað forvarnir og fræðsla er mikilvæg

    • Hvernig flétta má forvarnir inn í hvaða stund skóladagsins sem er

    • Skilning hversu mikilvægt það er að fylgja eftir ef grunur er um ofbeldi/vanrækslu, hvert er hægt að sækja sér frekari upplýsingar í þeim efnum

    • Hvernig má skoða líðan og hegðun barna með tilliti til aðstæðna sem þau búa við eða eru stödd í hverju sinni

Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?

Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem hafa áhuga og eru tilbúin að leggja aukna áherslu á forvarnir gegn ofbeldi í sínum skóla. Fyrir fólk sem sér tækifæri og lausnir að styrkja og styðja við börn og fullorðna að setja og virða mörk í samskiptum og þorir að gera æfingar þess efnis að gera mistök og ræða það til að læra af og efla samskiptin. Fyrir fólk sem er tilbúið að ígrunda samskipti frá ólíku sjónarhorni, reynslu af viðfangsefnum námskeiðs og hvernig til tekst við að flétta þau saman við daglega starfið í skólanum eða frístundastarfinu, í samvinnu við samstarfsfólk.

Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög blómstra.

Lausnahringurinn í Landanum á RÚV 12.mars 2023

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/32541/a00fa7/lausnahringurinn

Umsjónaraðilar námskeiðs

Enginn skráður leiðbeinandi

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda