Um Íslenskuþorpið
Hér er myndband um Íslenskuþorpið sem gert var af því tilefni að það hlaut Evrópumerkið árið 2019 fyrir árangursrík starfstengd íslenskunámskeið á vinnustöðum.
Hér er umfjöllun um Íslenskuþorpið í Landanum á Rúv
Myndbandið Viltu tala íslensku við mig? Hvetur okkur til að tala íslensku, sérstaklega við þau sem eru að læra málið.
Hér er stikla sem kynnir kennsluaðferð Íslenskuþorpsins fyrir kennara og nemendum í grunnskólum.
Hér er myndband frá Menntastefnumóti Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vorið 2021, sem lýsir Íslenskuþorpi í grunnskólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi – Viltu tala íslensku við mig?
Myndband sem grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi létu gera fyrir dag íslenskrar tungu árið 2020 til að vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið.