Upplýsingar fyrir stjórnendur og mentora
Kæri Mentor! Hjartans þakkir til þín fyrir stuðninginn við þátttakendur í námskeiðinu.
Í öllum leikskólum er farsælt að ákveðin skilyrði séu til staðar svo að námskeiðið verði sem
lærdómsríkast. Stuðningur og hvatning stjórnenda og mentora skiptir sköpum en gert er ráð
fyrir að hver og einn þátttakandi hafi tvo mentora sem verða honum samferða í gegnum
námskeiðið, einn aðalmentor og einn varamentor. Mentorar geta stutt við fleiri en einn þátttakanda innan sama leikskóla.
Á námskeiðinu sjálfu er fyrst og fremst lögð áhersla á skilning, tjáningu og þjálfun í að eiga
samtal um ólík þemu leikskólastarfsins. Efni og verkefni námskeiðsins miða að því að skapa
tækifæri og aðstæður til að æfa samskipti á íslensku um leikskólastarfið.
Hér er kynning fyrir skólastjóra og mentora 2024 frá 10. september.