Þróunarhringurinn okkar og skrefin fjögur

Handbók fyrir þátttakendur 2024 – 2025 

Þróunarhringurinn og skrefin fjögur 

Þróunarhringurinn er aðalverkfæri þátttakenda á námskeiðum Menntafléttunnar. Í hverri lotu styðjast þátttakendur við þessi fjögur skref þróunarhringsins með mentornum sínum. Gera má ráð fyrir að skrefin fjögur séu stigin á um það bil fjórum vikum.

Skref A – Undirbúningur hvers og eins

Þátttakendur lesa um efni lotunnar sem er að finna á kennsluvefnum. Þýða og læra hugtökin, lesa ítarefni og horfa á myndbönd. Mentorar skoða efni lotunnar og fara yfir helstu áherslur skrefanna.

Mentorar í samstarfi við þátttakendur leita leiða til að gera hugtök og þemu lotunnar sýnileg í leikskólanum fyrir þátttakendur og starfsfólk leikskólans. Hér má fara skapandi leiðir. Þátttakendur:

  • Lesa um lotuna.
  • Þýða hugtökin og skrá í vinnubók eða tölvu.
  • Fara í Tungumálabankann og taka út orðaforða og málnotkun lotunnar.

Skref B –  Með mentor: Undirbúningur fyrir fyrirlestur gestakennara

Þátttakendur og mentorar ræða saman um efni lotunnar og tengja við starfið í leikskólanum.

  • Ræða saman um hugtökin.
  • Ræða spurningar og umræðupunkta frá gestakennara (spurningar fyrir fyrirlestur).
  • Skoða hvernig efni lotunnar tengist starfinu í leikskólanum?

Á milli skrefs B og C munu þátttakendur mæta í lotu og hlusta á fyrirlestur gestakennara.

Skref C – Með mentor: Samræður eftir fyrirlestur og verkefnavinna

Þátttakendur og mentorar ræða um fyrirlesturinn og tengja við starfið í leikskólanum. Gestakennarar leggja verkefni fyrir þátttakendur sem þátttakendur með aðstoð mentora vinna með börnunum.

  • Ræða saman um fyrirlesturinn.
    • Hvernig gekk að skilja fyrirlesturinn? Lærðir þú eitthvað nýtt?
    • Hvernig var að tala saman í samskiptaherbergjum (Breakout rooms)?
  • Ræða spurningar og umræðupunkta frá gestakennara (spurningar eftir fyrirlestur).
  • Vinna verkefni með börnunum í tengslum við efni lotunnar. Gestakennarar leggja fram verkefni, mentorar og þátttakendur finna leiðir til að aðlaga verkefnin að aldri og þroska barnanna. Þátttakendur segja frá verkefninu í íslenskutíma í skrefi D.

Skref D – Með mentor: Úrvinnsla og Íslenskan mín

Stjórnendur og mentorar taki þátt í, og hvetji starfsfólk til að eiga samtal og samskipti um efni lotunnar, hvar sem tækifæri gefst. Þátttakendur ræða um hugtök, spurningar og verkefni lotunnar með mentor og samstarfsfólki.

  • Þátttakendur mæta í íslenskutíma og vinna íslenskuverkefni; Íslenskan mín.
  • Við lok hverrar lotu mælum við með að þátttakendur og mentorar ræði saman um íslenskunámið í lotunni. Hér eru dæmi um spurningar sem getur verið gott að styðjast við:
    • Hvað lærðir þú í lotunni (orð, hugtök, setningar)
    • Hvernig gekk að læra ný hugtök?
    • Hvernig gekk að tala íslensku?
    • Hvað langar þig að læra næst?
  • Við lok hverrar lotu er farsælt að mentor undirbúi ca 15 mínútna langa samverustund eða óformlegan spjallfund með samstarfsfólki þar sem rætt er um efni lotunnar. Þar fá þátttakendur tækifæri til að æfa nýja þekkingu, segja frá því sem stendur upp úr og fá hvatningu frá samstarfsfólki og mentorum.

Í hverri lotu er viðfangsefnið Íslenskan mín fyrir þátttakendur. Þar er að finna íslenskuefni og verkefni sem tengjast lotunum og unnið er með í íslenskutímunum. Mentorum er auðvitað velkomið að skoða efnið.  Íslenskutíminn er í lok lotunnar, þar eru orðaforði og málnotkun lotunnar æfð og sett í samhengi við málfræðilegar formdeildir í íslensku (kyn, fornöfn, fall, persóna, tala, tíð).

Í íslenskutímanum eiga þátttakendur að segja frá verkefni sem þeir völdu til að vinna með börnunum og er í tengslum við þema hverrar lotu. Ef þátttakendur hafa náð að vinna verkefnið með börnunum segja þeir frá hvernig gekk að vinna verkefnið, hvað gekk vel og hvað gekk ekki nógu vel.

Skrefin fjögur og vikuskipulag (haustönn 2024)

Lota 1 – Málörvun með sögum

30. sept – 4. okt  Skref A+B
7. – 11. okt.  Skref B  (fyrirlestur 9. okt kl 13:00 – 14:30)
14. – 18. okt. Skref C
21. – 25. okt. Skref D (íslenskutímar 23. okt)

Lota 2 – Læsi í víðum skilningi

28. okt – 1. nóv. Skref A+B
4. – 8. nóv. Skref B  (fyrirlestur 6. nóv kl 13:00 – 14:30)
11. – 15. nóv. Skref C
18. – 22. nóv. Skref D  (íslenskutímar 20. nóv)

Lota 3 – Leikur barna

25. – 29. nóv. Skref A+B
2. – 6. des. Skref B  (fyrirlestur 4. des kl 13:00 – 14:30)
9. – 13. des. Skref C  (íslenskutímar 11. des)
16. – 20. des. Skref D

Skrefin fjögur og vikuskipulag (vorönn 2025)

Lota 4 – Menningarnæmi og fjölmenning í leikskólastarfi

6. – 10. jan. Skref A+B (9. jan kl 13:00 – 13:45 fundur með mentorum
13. – 17. jan. Skref B (fyrirlestur 15. jan kl 13:00 – 14:30)
20. – 24. jan. Skref C
27. – 31. jan. Skref D (íslenskutímar 29. jan)

Lota 5 – Sjálfsmynd og samskipti í lýðræðislegu leikskólastarfi

3. – 7. feb. Skref A+B
10. – 14. feb. Skref B (fyrirlestur 12. feb kl 13:00 – 14:30)
17. – 21. feb. Skref C
24. – 28. feb Skref D (íslenskutímar 26. feb)

Lota 6 – Foreldrasamstarf í fjölmenningarlegu leikskólastarfi

3. – 7. mars Skref A+B
10. – 14. mars Skref B (fyrirlestur 12. mars kl 13:00 – 14:30)
17. – 21. mars Skref C
24. – 28. mars Skref D (íslenskutímar 26. mars)

Lota 7 – Skapandi leikskólastarf

31. mars – 4. apríl Skref A+B
7. – 11. apríl Skref B (fyrirlestur 9. apríl kl 13:00 – 14:30)
15. – 19. apríl Skref C
22. – 26. apríl Skref D (íslenskutímar 23. apríl)

Lota 8 – Málörvun með tónlist

28. apríl – 2. maí Skref A+B (30. apríl kl 13:00 – 13:45 fundur með mentorum)
5. – 9. maí Skref B (fyrirlestur 7. maí kl 13:00 – 14:30)
12. – 16. maí Skref C
19. – 23. maí Skref D (íslenskutímar 21. maí)

“Ég vil koma framfæri að mínir skjólstæðingar eru himinlifandi með þetta námskeið og við höfum fengið mikið út úr því að hittast og ræða námskeiðið. Vonandi verður áframhald á þessu námskeiði”.  Skólastjóri á Menntafléttunámskeiði veturinn 2022-2023.

 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda