LOKAVERKEFNI vorið 2024

Við mælum með að þið kynnið námskeiðið í leikskólunum ykkar. Segið frá námskeiðinu, hvað þið lærðuð og hvað ykkur finnst um námið í vetur. Þið ráðið hvernig kynningin er, hvar og hvenær.

Hér er dæmi um það sem er hægt að segja frá í kynningunni á námskeiðinu Íslenskuþorp í leikskólum um land allt:

Ýmsar upplýsingar um námskeiðið:

  • Leikskólar af öllu landinu (25 leikskólar, um 100 manns sem eru þátttakendur og mentorar).
  • Netnámskeið og námskeiðsvefur með fagtengdu efni, íslenskuefni, verkefnum og hugmyndabanka.
  • 8 lotur með fagtengdri fræðslu eins og:
    • Málörvun með sögum
    • Læsi í víðum skilningi
    • Skapandi leikskólastarf
    • Menningarnæmi og fjölmenning í leikskólastarfi
    • Leikur barna
    • Sjálfsmynd og samskipti í lýðræðislegu leikskólastarfi
    • Málörvun með tónlist
    • Foreldrasamstarf í fjölmenningarlegu leikskólastarfi
  • Íslenskutímar þar sem íslenskugrunnur (málfræði, málnotkun, framburður) er tengdur;
    • orðaforða og málnotkun í leikskólum
    • fagtengdri fræðslu
    • hjálparmiðlum
  • Fundir með mentor.
    • talþjálfun um fagtengdu fræðsluna

Hvernig fannst þér námskeiðið, hvað lærðir þú?

  • Segja frá einhverju sem ykkur fannst áhugavert (aðferðir, verkefni, hugmyndir):
    •       Ég lærði …
    •       Mér fannst …
    •       Mig langar að læra meira um ….
  • Segja frá nýjum orðum, setningum, hugtökum, málsháttum.
    •       Ég lærði til dæmis …
    •       Ég lærði til dæmis að segja …
    •       Ég hafði aldrei heyrt orðið …
    •       Ég lærði málsháttinn …

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda