Íslenskan mín 4. lota

Skref A+B

Í janúar og febrúar ætlum við að skoða hugtakið markmið. Þegar við notum þetta hugtak (orð) þarf ákveðin málnotkun að fylgja. Til eru nokkrar leiðir þegar við tölum um markmið.

(a)  Ég er með tvö markmið á vorönninni:

Markmið mitt (et) er að læra meira um kyn orða íslensku og hvaða flokki orðin tilheyra.

Markmið mitt (et) í vinnunni er að sjá um samverustund (undirbúa samverustund og vera með samverustund).

(b) Markmið mín (ft) á vorönninni eru; að læra meira um kyn orða og hvaða flokki orðin tilheyra og vera með samverustund.

(c) Ég ætla að setja mér tvö markmið á vorönninni:

Ég ætla að setja mér tvö markmið á vorönninni; að læra meira um kyn orða í íslensku og hvaða flokki orðin tilheyra og að sjá um samverustund.

Svo er bara spurning hvort við náum markmiðunum ; )

Markmiðssetning:

Verkefni:

Í heimsókn II í janúar og febrúar ætla ég að tala um markmið við ykkur. Allir á námskeiðinu eiga að segja frá að minnsta kosti (a.m.k.) tveimur markmiðum í íslensku og vinnunni (svo má auðvitað líka vera með markmið í persónulegu lífi ; )

Dæmi um málnotkun sem er tengd markmiðum:
Markmiðsetning; grein á visir.is

Hvernig á að setja sér markmið; heimasíðan hermanas.is

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda