Íslenskan mín – 2. lota

Í 2. lotu sjáum við oft sagnorðið að tjá. Það er mikilvægt að skoða hvað sagnorðið þýðir og hvernig það er notað í íslensku.

Ég mæli með að þið skoðið sagnorðið að tjá.

ég tjái, hann tjáir; hann tjáði; hann hefur tjáð

við tjáum, þið tjáið, þeir tjá, þær hafa tjáð.

Þegar við notum sagnorðið að tjá fylgja oft fornöfnin mig/þig/sig með, dæmi:

Ég tjái mig, þú tjáir þig, hann tjáir sig.

Við tjáum okkur, þið tjáið ykkur, þeir tjá sig.

Spurningar:

  1. Þýðir að tjá það sama og að tala, segja, ræða?
  2. Notar þú sagnorðið að tjá?
  3. Búðu til setningar með að tjá sig sem tengjast starfinu/verkefnum barnanna í leikskólanum.

 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda