Íslenskan mín- 1. lota
1. Íslenskuverkefni í 1. lotu: Hver ert þú?
Kynnist menntornum ykkar og segið frá ykkur. (Ef þið þekkist vel nú þegar þá er alltaf hægt að skoða og æfa þátíðina : ) Dæmi: Hvar ólst þú upp? Hvar bjóst þú? Hvar varst/fórst þú í skóla?
að alast upp = vaxa upp, komast til fullorðinsára
DÆMI: hún ólst upp í úthverfi borgarinnar
DÆMI: hún vann ekki úti meðan börnin voru að alast upp
DÆMI: saga ungs drengs sem elst upp í fátækt
að búa
DÆMI: ég bý á Laugarvegi, býrð þú í útlöndum?
DÆMI: ég bjó á Laugarvegi, bjóst þú í útlöndum?
DÆMI: ég hef búið á Laugarvegi, hefur þú búið í útlöndum?
Nánar um beygingar sagnorða.
2. Íslenskan mín
Þátttakendur vinna verkefnið Íslenskan mín við lok hverrar lotu (skref D).
a) Skrifið niður í stílabók eða gerið stutt myndbandsskot (video) um hvað þið lærðuð í lotunni. Skrifið eða segið frá hugtökum, setningum, nýjum aðferðum, nýjum leiðum eða einhverju áhugaverðu sem þið lærðuð í lotunni.
b) Þátttakendur og mentorar ræða saman um íslenskunámið í lotunni. Hér eru dæmi um spurningar sem getur verið gott að styðjast við;
hvað lærðir þú í lotunni (orð, hugtök, setningar)
hvernig gekk að læra ný hugtök
hvernig gekk að tala íslensku
hvað langar þig að læra næst?
Myndbandsskot
Ef þið gerið myndbandsskot þá mælum við með að gera lítið handrit áður en þið takið upp myndbandsskotið og æfið vel hvað þið ætlið að segja : )
Hér er dæmi um myndbandsskot frá 4. lotu (0,40 sek):