Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólunum í 7. lotu
Nú er komið að ykkur að prófa að vinna með sönglög eins og ég hef verið að tala um. Áður en þið syngið með börnunum skuluð þið undirbúa ykkur vel, t.d. með að prenta út myndir eða finna dót til að nota með lögunum.
Í verkefni A og B eruð þið að gera eins og ég hef gert en í C og D eruð þið að vinna meira sjálfstætt, gera eins og ykkur langar að gera. Munið að það er sniðugt að fá fleira starfsfólk með ykkur bæði í undirbúning og söngstund.
A) “Gulur, rauður, grænn og blár”: Búið til “litatrommur” e.t.v. með því að plasta lituð blöð í mismunandi stærð.
B) “Hesturinn minn”: Prentið út Pdf-skjölin hér á síðunni https://www.bornogtonlist.net/hesturinn-minn/ og notið þau í söngstund. Leyfið börnunum að velja lit á hest og hvað hesturinn gerir.
C) Myndrenningur: Búðu til myndrenning við lag sem þið syngið mikið í leikskólanum.
D) “Lag í kassa”: Taktu saman dót í kassa fyrir lag sem þið syngið mikið í leikskólanum.