Undirbúningsefni í 7. lotu

Börn og tónlist

Áður en við hittumst vil ég biðja ykkur um að skoða vefinn minn sem heitir Börn og tónlist – bornogtonlist.net.

Það eru 15 ár síðan ég byrjaði að setja fram hugmyndir um vinnu með tónlist í leikskólanum og núna eru næstum 500 síður á vefnum. Flestar síður eru með myndskeið sem hjálpa ykkur til að læra lögin og sjá hvernig ég er að vinna.

Þar eru mismunandi meginflokkar (sem þið sjáið þegar þið blaðið niður á forsíðunni).

Flokkarnir heita:

  1. Lög í samhengi,
  2. Hreyfing, dans og leikir
  3. Fjölþjóðlegt
  4. Hljóðfæri og hljóðgjafar
  5.  Sögur og tónlist
  6. Yngstu börnin
  7. Tónlist barnanna
  8. Kynningar

Undir “Fjölþjóðlegt” eru lög á öðrum tungumálum en íslensku.

Skoðið flokkinn og sjáið hvort þar sé lag á ykkar móðurmáli.

Ef ekki þá væri ég til í að heyra hvaða barnalagi frá ykkar landi þið mynduð mæla með 🙂

Tvö dæmi um málörvunarvinnu

Ég vildi biðja ykkur um að skoða tvö stutt myndskeið í flokknum “Yngstu börnin”:

Grein og myndskeið

Hér er stutt grein um hvernig ég er að kenna krökkum að syngja á öðrum tungumálum:

https://www.kopavogsbladid.is/kennir-krokkum-ad-syngja-a-odrum-tungumalum/

Hér er stutt myndskeið um mig og Börn og tónlist sem var sýnt á ráðstefnunni Utís Online 2022:

https://vimeo.com/750037773

 

 

 

 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda