Tungumálabanki – hagnýt íslenska með börnunum í 7. lotu
Nokkur gagnleg orð og orðasambönd sem er gott að segja við börnin:
að syngja
Hvað viltu syngja? Hvað viljið þið syngja?
Hvað langar þig að syngja? Hvað langar ykkur að syngja?
Eigum við að syngja saman? Hvað eigum við að syngja?
Nú ætla allir að syngja saman!
Hvernig er lagið?
og hvað kemur svo (í laginu)
Hvað er uppáhaldslagið þitt?
Söngur – að syngja:
Við notum mörg samsett orð með „söng-“, t.d. söngstund, söngtexti, sönglag/-lög, söngpoki.
Orð sem tengjast sönglögum:
- Laglína (e. melody)
- Erindi (e. verse)
- Viðlag (e. refrain)
- Rímorð
- Orðaforði
- Atkvæði
- Þula
- Vísa, t.d. vögguvísa
- Semja lag
Tónlist:
Að spila tónlist.
Að hlusta á tónlist
Hvaða tónlist finnst þér best?
Viljið þið heyra tónlist frá mínu landi?
Orð sem tengjast tónlist:
- Taktur
- Rytmi
- hljómsveit
- Hljóðfæri (spila á hljóðfæri)
- Gítar
- Píanó
- Úkúlele
- Hrista
- Þríhorn
- Trommur