Hugtök í 7. lotu
Lykilhugtök í lotunni:
Hér eru hugtök sem ég mun tala um í lotunni og sem eru mikilvæg þegar við viljum vinna með málörvun í gegnum tónlist og söng.
-
Myndrænn og sjónrænn: Að gera lögin myndræn og sjónræn (Finna myndir sem passa við lagið)
- Áþreifanlegur: Að gera lögin áþreifanleg (Safna saman leikmunum/dóti og útbúa gögn)
- Skilningur: Að dýpka skilning barnanna (Hvað fjallar lagið um?)
- Skilningarvit: Að nota öll skilningarvitin (nota sjón, heyrn, snertiskyn o.s.frv.)
- Virk þátttaka: Að láta börnin taka virkan þátt (þegar börnin taka virkan þátt hafa þau áhrif á umhverfið sitt)
- Fjölbreytni: Að syngja fjölbreytt lög, alls konar lög (að gera meira en bara syngja alltaf sömu lögin aftur og aftur)
Fleiri lykilorð
- Myndrenningur
- Söngpoki
- Orðaforði
- Handahreyfingar (t.d. Tákn með tali)
- Klappa atkvæði
- Semja lag
- Spila á hljóðfæri
- Þemavinna
- Upplifun og innlifun
- Handbrúður og fingrabrúður
- Fara í hlutverk
- Jólalag
- Vísa
- Þjóðlag