8. lota – Málörvun með tónlist

Gaman að fá að vera með ykkur aftur! Síðast töluðum við um málörvun og sögur og vona ég að þið hafið getað nýtt ykkur eitthvað af þeim hugmyndum.

Í þessari lotu fjöllum við um leiðir til að gera sönglög áþreifanleg og sjónræn. Tilgangurinn er að börnin meðtaki þau sem best bæði hvað varðar innihald og orðaforða. Við munum skoða (og syngja) nokkur auðveld lög sem þið getið vonandi notað strax í ykkar starfi.

Ég hef unnið með tónlist og söng alveg frá því ég byrjaði að vinna á leikskóla hér á Íslandi fyrir meira en 20 árum og finnst að það sé frábær leið til að mynda tengsl við börnin og gleðjast yfir sameiginlegri upplifun. Syngjandi börn eru glöð börn! Ég vil benda ykkur á vefsíðuna mína Börn og tónlist (bornogtonlist.net) en hún er opinn og ókeypis hugmyndabanki um tónlist í leikskólastarfinu.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda