Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólunum í 6. lotu

Hér eru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu. Þetta gætu verið hugmyndir um samverustund, þemastarf, samræður í útiveru eða hvaðeina sem hvetur þátttakendur til að spreyta sig á þema lotunnar með beinum hætti í leikskólastarfinu.

Hér eru þrjú verkefni sem tengjast lotunni og hægt er að vinna með börnum eða með samstarfsfólki í leikskólanum: 

Stjarna vikunnar. Hvert barn fær tækifæri til að vera stjarna vikunnar. Barnið velur hluti heima og kemur með í leikskólann og segir frá. Þegar barnið er stjarna vikunnar fær það hlutverk, hjálpar til í leikskólanum, fær að velja hvaða lög eru sungin í samverustund eða hvaða bók er lesin í sögustund eða annað.

Veljið lag sem þið syngið í leikskólanum og skoðið hvort það er til á fleiri tungumálum. Reynið að finna lagið á you tube til þess að hlusta á það á öðrum tungumálum en íslensku. Ef þið finnið það ekki, getið þið spurt foreldra hvort þau þekki lagið og geti hjálpað ykkur að finna það. Æfið lagið með börnunum á nokkrum tungumálum í samverustund.

Gefðu10 – Nýtið upplýsingarnar í bæklingnum um gefðu10 og skoðið með samstarfsfólkinu ykkar hversu mikil samskipti eru við börnin í leikskólanum sem eru að læra íslensku sem annað mál. Einnig er hægt að nýta þessa aðferð til að skoða samskipti við öll börn, líka íslenskumælandi börn. https://mml.reykjavik.is/wp-content/uploads/2019/05/gefdu_10_baeklingur.pdfLinks to an external site.

 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda