Spurningar og umræðupunktar í 6. lotu
Hér eru spurningar og umræðupunktar sem tengjast efni lotunnar.
Þátttakendur og mentorar hittast á litlu fundunum og ræða um spurningar fyrir fyrirlestur (skref B) og spurningar eftir fyrirlesturinn (skref C).
Spurningar fyrir fyrirlestur:
-
- Hvernig er unnið með samskipti við börn í leikskólanum mínum?
-
-
- Á íslensku – á heimamálum barnanna?
-
-
- Hvenær upplifa börn að þau séu hluti af barnahópnum?
-
- Hvað gerum við þegar börn eru skilin útundan?
-
- Hvað er trú á eigin getu?
-
- Hvernig veitum við börnum endurgjöf (hrósum) og af hverju?
-
- Hvenær fá börn að velja?
-
- Hvernig geta börn hjálpað til í leikskólanum?
-
- Gátlista – Að efla trú barna á eigin getu og virka þátttöku (sjá hugmyndabanka)
-
- Um Lýðræði á bls. 26 í aðalnámskrá leikskóla aðalnámskrá leikskólaLinks to an external site.
-
- Hvað er hægt að gera til að efla áhuga barna á samskiptum? Á Íslensku?
-
- Hvernig getum við sýnt áhuga á heimatungumálum barnanna?
-
- Hvernig getum við gefið börnum tækifæri til taka meiri þátt í leik og starfi í leikskólanum okkar?
-
- Hvað getum við gert til að styðja börnin við að vinna betur saman?
-
- Hvernig getum við notað bækur og tónlist til að vekja áhuga barna á orðum og tungumáli?
-
- Hvernig getum við átt í samskiptum við börn sem tala ekki sama tungumál og við?
-
- Hvernig getum við hrósað börnum og gefið þeim skilaboð um að þau geti og kunni?
-
- Hvernig hafa samskipti áhrif á málþroska barna í íslensku og heimatungumálum?
-
- Hvaða ólíku aðferðir er hægt að nota til að virkja börn í samskiptum?
-
- Hvaða leiðir er hægt að fara til að börn séu tilbúin að bjóða öðrum börnum að vera með í leiknum?
-
- Hvernig getum við stutt börn í að trúa á sjálf sig?
-
- Hvenær sjáum við virka þátttöku allra barna í leikskólastarfi?
-
- Hvernig birtist lýðræði í leikskólanum okkar?