Tungumálabanki 4. lota – Hagnýt íslenska
Setningarnar og spurningar hér eru til að styðja við samræður án aðgreiningar (stuðla að inngildingu) fyrir börn, foreldra og samstarfsfólk þitt. Þetta eru setningar / spurningar til að tengjast öðrum, læra um þá og sjálfan þig og sömuleiðis til að víkka sjónarhorn þitt.
Setningar sem hægt er að nota með börnum
- Hvaða tungumál talar mamma þín? Pabbi þinn? Og hvaða tungumál talar þú?
- Geturðu kennt mér að heilsa og kveðja á þeim tungumálum?
- Hvernig segir þú “vinir” á þínu tungugmáli?
- Segðu mér eitthvað sem þú ert góður í.
- Segðu mér eitthvað sem þér líkar við sjálfan þig.
- Segðu mér frá uppáhalds hlutunum þínum heima.
- Áttu fjölskyldu í öðru landi?
- Hefur þú heimsótt þau?
- Hvernig er það þarna?
Setningar til að nota með samstarfsfólki
- Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn til að heimsækja á Íslandi?
- Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn til að heimsækja utan Íslands?
- Hvað finnst þér gaman að gera fyrir utan vinnuna?
- Hefur þig alltaf langað til að vinna í leikskóla?
- Hvað finnst þér skemmtilegast við að vinna hér?
- Hverjir eru styrkleikar þínir í starfi?
- Hvað þýðir fjölbreytni og fjölmenning fyrir þig?
- Hefur þú einhvern tíma fundið fyrir útilokun?
- Hver er uppáhaldshátíðin þín? Hvers vegna?
Setningar til að nota með foreldrum
- Hvernig viltu helst að við tökum á móti ykkur daglega?
- Hvaða tungumál notar þú mest heima?
- Hvaða tungumál viltu að ég tali við þig?
- Hefur þú einhverja hefðir frá þínu landi sem þú vilt deila með okkur?
- Er eitthvað sem ég get útskýrt fyrir þér um leikskólann?
- Hvernig viðheldur þú tungumálinu þínu og menningu heima?
- Er eitthvað sem við gætum gert til að styðja þig við það hér?