Spurningar og umræðupunktar 4. lotu

Spurningar fyrir fyrirlestur:

  1. Hvernig myndir þú lýsa fjölbreytileikanum í leikskólanum þínum?
    1. Samsetning barnahópsins?
    2. Samsetning foreldrahópsins?
    3. Samsetning starfsmannahópsins?
  2. Er skólinn þinn með fjölmenningarstefnu, markvissa áætlun eða verkefni um fjölmenningu? Getur þú nefnt dæmi.
  3. Hvaða áskoranir upplifir þú tengdar fjölmenningu? til dæmis:
    1. Fjöldi tungumála – hefur fjöldi tungumála áhrif á samskipti í leikskólanum – hvernig?
    2. Foreldrasamstarf – eru samskiptin eins við alla foreldra? Ef ekki, af hverju?
    3. Menningarlegur munur og/eða hefðir – eru þið með hátíðir og/eða hefðir frá öðrum löndum?
    4. Staðalmyndir eða alhæfingar geta truflað okkur – hefur þú eða einhver í vinnunni stuðst við staðalmyndir eða alhæfingar tengdar þjóðerni, uppruna eða kynþætti? Hvernig? 

Spurningar eftir fyrirlestur:

  1. Hefur þú gefið þér tíma til að vinna með eigin viðhorf í starfinu?
    1. Viðhorf til allra barna?
    2. Viðhorf til foreldra allra barna?
    3. Viðhorf til samstarfsmanna?
    4. Viðhorf til fjölbreyttra tungumála og menningar innan leikskólans?
  2. Hvaða tækifæri eru til staðar á leikskólanum þínum til að vinna með fjölmenningu og inngildingu?
    1. Leikir og verkefni sem vinna með fjölmenningu – Eru tækifæri til að vera með fleiri leiki og verkefni tengd fjölmenningu?
    2. Stefna leikskólans eða markviss vinna með fjölbreytaleika, fjölmenningu og inngildingu – Eru tækifæri til að endurskoða stefnu leikskólans þegar kemur að fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu?
    3. Samstarf innan leikskólans (milli deilda) eða við aðra leikskóla um fjölmenningu – Eru tækifæri til að auka samstarf innan sem utan leikskólans í fjölmenningarmálum?
    4. Viðhorfsvinna – Eru tækifæri til að vinna með viðhorf starfsfólks, foreldra, barnana…?
    5. Umhverfi leikskólans – Eru tækifæri til að vinna með ólíka menningu í umhverfi leikskólans?
    6. Annað? 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda