Spurningar og umræðupunktar 4. lotu
Spurningar fyrir fyrirlestur:
- Hvernig myndir þú lýsa fjölbreytileikanum í leikskólanum þínum?
- Samsetning barnahópsins?
- Samsetning foreldrahópsins?
- Samsetning starfsmannahópsins?
- Er skólinn þinn með fjölmenningarstefnu, markvissa áætlun eða verkefni um fjölmenningu? Getur þú nefnt dæmi.
- Hvaða áskoranir upplifir þú tengdar fjölmenningu? til dæmis:
- Fjöldi tungumála – hefur fjöldi tungumála áhrif á samskipti í leikskólanum – hvernig?
- Foreldrasamstarf – eru samskiptin eins við alla foreldra? Ef ekki, af hverju?
- Menningarlegur munur og/eða hefðir – eru þið með hátíðir og/eða hefðir frá öðrum löndum?
- Staðalmyndir eða alhæfingar geta truflað okkur – hefur þú eða einhver í vinnunni stuðst við staðalmyndir eða alhæfingar tengdar þjóðerni, uppruna eða kynþætti? Hvernig?
Spurningar eftir fyrirlestur:
- Hefur þú gefið þér tíma til að vinna með eigin viðhorf í starfinu?
- Viðhorf til allra barna?
- Viðhorf til foreldra allra barna?
- Viðhorf til samstarfsmanna?
- Viðhorf til fjölbreyttra tungumála og menningar innan leikskólans?
- Hvaða tækifæri eru til staðar á leikskólanum þínum til að vinna með fjölmenningu og inngildingu?
- Leikir og verkefni sem vinna með fjölmenningu – Eru tækifæri til að vera með fleiri leiki og verkefni tengd fjölmenningu?
- Stefna leikskólans eða markviss vinna með fjölbreytaleika, fjölmenningu og inngildingu – Eru tækifæri til að endurskoða stefnu leikskólans þegar kemur að fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu?
- Samstarf innan leikskólans (milli deilda) eða við aðra leikskóla um fjölmenningu – Eru tækifæri til að auka samstarf innan sem utan leikskólans í fjölmenningarmálum?
- Viðhorfsvinna – Eru tækifæri til að vinna með viðhorf starfsfólks, foreldra, barnana…?
- Umhverfi leikskólans – Eru tækifæri til að vinna með ólíka menningu í umhverfi leikskólans?
- Annað?