Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólanum í 3. lotu
Hér eru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu. Þátttakendur eiga að velja einn leik og leika við börnin.
Veljið; hlutverkaleik, byggingaleik, hreyfi- eða ærslaleik og leikið við börnin, 4 – 5 börn í hóp (sjá bls.4-5 í Handbók um leik barna í leikskólum).
Þið eigið að skipuleggja leikinn, framkvæma leikinn og ígrunda leikinn.
- skipuleggja leikinn = ákveða hvaða leik þið ætlið að leika, ákveða hvernig og hvar þið ætlið að leika leikinn.
- framkvæma leikinn = leika leikinn með börnunum.
- ígrunda leikinn = hugsa og skoða hvernig gekk að leika leikinn.
MUNIÐ! Í öllum leikjum er mikilvægt að taka eftir hvort börnin eru að njóta og skemmta sér.
Í íslenskutímanum 11. desember eigið þið að segja frá:
Hópar 1, 2 og 3
-
- Hvaða leikur var valinn og hvar voruð þið að leika leikinn?
- Hvað voru börnin gömul?
- Var blandaður hópur; strákar og stelpur, eða bara strákar eða bara stelpur?
- Hvaða leikefni var notað?
- Hvernig gekk að leika leikinn?
Hópar 4 og 5
-
- Hvað leikur var valinn, hvaða leikefni og hvað voru börnin gömul?
- Hver skipulagði leikinn? (þið, annað starfsfólk eða börnin)
- Hvernig leið börnunum í leiknum?
- Hvað eru börnin að takast á við og læra í leiknum?
- Hvert var hlutverk ykkar í leik barnanna?
- Hvað lærðir þú í þessu verkefni?