Spurningar og umræðupunktar í 3. lotu

Hér eru spurningar sem tengjast efni lotunnar. Þátttakendur og mentorar hittast á litlu fundunum og ræða um spurningar fyrir fyrirlestur (skref B) og spurningar eftir fyrirlesturinn (skref C).

Við lok lotunnar mælum við með að spjalla um efni lotunnar við samstarfsfólk (skref D), t.d. segja frá hvað stendur upp úr, hvað var áhugavert, hvað þið lærðuð og heyra hvað samstarfsfólk hefur að segja um efnið.

Spurningar fyrir fyrirlestur:

    1. Hugsaðu til baka þegar þú sjálf/ur varst barn. Hvað hefur breyst í leik barnanna frá því þú varst barn? Hafa aðstæður breyst? Hefur viðhorf til barna breyst?
    2. Manstu hver var skemmtilegasti leikurinn frá barnæsku þinni, af hverju?
    3. Kunna börn nútímans að leika sér? Ef já, hvernig leika þau sér í dag? Ef nei, af hverju kunna börn ekki að leika sér í dag?

Spurningar eftir fyrirlestur:

    1. Af hverju er sjálfsprottinn leikur mikilvægur fyrir nám barnanna?
    2. Hvað getur verið stuðningur við frjálsan leik?
    3. Finnst þér að starfsfólk eigi að leiðbeina börnum í sjálfsprottium leik?
    4. Finnst þér að starfsfólk eigi að vera virkir þátttakendur í leik barnanna?
    5. Getur þú nefnt dæmi um leiki/leikflokkana sem Vessela sagði frá (sjá glærurnar hennar Vesselu)?

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda